Segir met Verstappens ekki skipta neinu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 11:01 Toto Wolff veltir sér ekki of mikið upp úr meti Verstappens. Vísir/Getty Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli. Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“ Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira