Sjáðu mörkin úr lokaumferð Bestu deildar karla: Magnað mark tryggði Víkingum sigur Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 10:01 Danijel Dejan Djuric reyndist hetja Víkinga gegn Fram Vísir/Hulda Margrét Tuttugu og eitt mark var skorað í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í í gær. Nú er endanleg niðurröðun liða fyrir úrslitakeppni deildarinnar, sem hefst þann 16. september næstkomandi, ráðin. Víkingur Reykjavík er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða. Besta deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir 3-2 dramatískan útisigur liðsins á Fram í Úlfarsárdal þar sem að glæsilegt sigurmark leit dagsins ljós á lokamínútunum. Klippa: Víkingar einum sigri frá titlinum eftir fimm marka spennutrylli Í opnum og fjörugum leik þar sem bæði lið fengu fjölmörg færi til þess að skora nýttu Víkingar færi sín betur. Víkingar búa við þann munað að geta sett Matthías Vilhjálmsson, Niko Hansen og Danijel Dejan Djuric inná af varamannabekknum. Danijel Djuric gerði gæfumuninn í þessum leik með gæðum í spyrnu sinni. Evrópuþynnka í Blikum Eftir glæst afrek fyrr í vikunni mættu leikmenn Breiðabliks aftur til leiks í Bestu deildinni á heimavelli gegn FH í gær. Blikar tryggðu sér, eins og frægt er orðið sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á dögunum, en þurftu að sætta sig við 3-0 tap gegn FH. Klippa: Evrópuþynnkan sótti hart að Blikum FH endar venjulegt tímabil í 5. sæti og Blikar í því 3. áður en úrslitakeppni mótsins hefst. Dramatíkin allsráðandi í Eyjum ÍBV og KR gerðu stormasamt og hádramatískt jafntefli í Vestmannaeyjum í gær. Eyjamenn gáfust ekki upp og sýndu mikinn karakter í því að vinna sig inn í leikinn. Klippa: Dramatíkin algjör er ÍBV og KR tókust á Þótt mikið hefði verið í húfi fyrir leikinn þýðir jafntefli að liðin enda daginn í sömu stöðu og þau hófu hann. KR-ingar nældu sér í 6. sætið sem þýðir að þeir fá að keppa í efri hluta Bestu deildar í ár en ÍBV endar í 11. sæti og munu því hefja erfiða baráttu um líf sitt í efstu deild þegar neðri hluti deildarinnar hefst eftir landsleikjahlé. Jafntefli í Árbænum Fylkir og KA mættust á Wurthvellinum í Árbænum og skiptu þar með sér stigunum. Ljóst er að bæði lið munu leika í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar eftir landsleikjahléið. Klippa: Fylkir og KA tókust á í Árbænum Stjarnan rétti úr kútnum um leið Stjarnan kom inn í leik gærdagsins gegn Keflavík eftir tap gegn KA í síðustu umferð. Stjörnunni nægði jafntefli til að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni efri hluta Bestu en bætti um betur og fór af hólmi með öruggan 3-0 sigur. Klippa: Stjarnan tyrggði sér endanlega sæti í efri hlutanum Valsmenn frestuðu fagnaðarlátum Víkinga Fyrir lokaumferðina var ljóst að ef Víkingar myndu vinna sinn leik gegn Fram og Valur tapa sínum gegn FH, yrðu Víkingar Íslandsmeistarar. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að færa Víkingum titilinn með tapi en liðið var afar sannfærandi í leik sínum og vann að lokum 4-1 sigur á HK. Klippa: Valsmenn ekki í vandræðum með HK HK fer í neðri hlutan þar sem liðið mun sennilega ekki berjast um mikið annað en 7. sætið og Forsetabikarinn góða. Valur er á leið í efri hluta deildarinnar og þarf á algjöru kraftaverki að halda til að ná Víkingum sem eru með 9 fingur á skyldinum góða.
Besta deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira