Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 13:31 Frá leik KA í sumar Vísir/Hulda Margrét Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“ Besta deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“
Besta deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira