Sylvía Erla er lesblind og málefnið er henni hugleikið. Hún hefur unnið að gerð heimildamyndar um lesblindu og heimsótt skóla til að fræða nemendur um lesblindu.

Hundurinn Oreo hefur reynst henni mikill stuðningur í gegnum skólagöngu hennar en að þessu sinni er hún að búa til tónlistarmyndband fyrir lagið hans, Áfram nú. Hún hvetur krakka til þátttöku í myndbandinu.
„Í stað þessa að velja nokkra krakka til að vera í myndbandinu þá langaði mér að bjóða öllum krökkum að taka þátt og vera með. Eina sem þarf að gera er að taka myndband af sér dansa við lagið, Áfram nú og senda það á hundurinnoreo@gmail.com.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af dansinum.
Við Oreo bíðum spennt að sjá myndböndin frá þessum flottu krökkum. Síðasti dagurinn að senda inn myndband er sunnudagurinn 10. september.“