Köld Reykjavík, sætar stelpur og svefnleysi innblástur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. september 2023 23:19 Strákarnir í Spacestation vilja endurvekja 60's rokkhljóminn í bland við nýjan hljóm. bjarki björnsson Fyrsta plata hljómsveitarinnar Spacestation hefur hlotið góðar viðtökur. Ætlunin er að endurvekja rokkhljóm sjöunda áratugarins og skapa „tónlist fyrir fallegt fólk“. Hljómsveitin var mynduð árið 2021 af þeim Björúlfi Jes Einarssyni og Víði Rúnarssyni. Við þá bættust Ólafur Andri Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannsson og Kjartan Thors. Fyrsta lagið, Hvítt vín, kom út júní og hefur notið vinsælda. Fimm laga smáskífan Bæbæ fylgdi í júlí. Nýtt lag kemur út á laugardag með útgáfutónleikum um kvöldið á KEX hostel, ásamt hljómsveitinni Sameheads. „Þetta gengur út á að gera góða tónlist, ekki í kringum eitthvað sem virkar heldur bara það sem við fílum,“ segir Björgúlfur í samtali við Vísi. „En það er mikilvægt að fallegt fólk geti dansað við tónlistina.“ Hljómsveitin hefur komið fram á ýmsum stöðum í sumar.bjarki björnsson Rokktónlist frá sjöunda áratugnum hefur veitt þeim innblástur. „Við viljum blanda gamla stöffinu við nýja stöffið. Velvet Underground og annað 60's rokk er innblástur. En líka My Bloody Valentine og Pixies og önnur 90's bönd. Svo sækjum við innblástur úr kaldri Reykjavíkurborg, sætar stelpur og hugbreytandi efni. Svefnleysi jafnvel líka.“ Hljómsveitin byrjaði sem hobbí, segir Björgúlfur, en alvaran tók við þegar þeir hófu að taka upp fyrrnefnda plötu í Berlín. þórsteinn svanhildarson „Svo er lag að koma út á laugardaginn. Það heitir Hver í fokkanum og er í raun mantra. Það er bara ein setning í öllu laginu og þýðir bara „ég veit hver ég er, hver í fokkanum ert þú?“ Snýst bara um trú á sjálfum sér.“ Mikið er unnið með einföld skilaboð. „Eða bara engin skilaboð,“ bætir Björgúlfur við. Eins og áður segir eru útgáfutónleikar haldnir á KEX næsta laugardag. Tónlist Reykjavík Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin var mynduð árið 2021 af þeim Björúlfi Jes Einarssyni og Víði Rúnarssyni. Við þá bættust Ólafur Andri Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannsson og Kjartan Thors. Fyrsta lagið, Hvítt vín, kom út júní og hefur notið vinsælda. Fimm laga smáskífan Bæbæ fylgdi í júlí. Nýtt lag kemur út á laugardag með útgáfutónleikum um kvöldið á KEX hostel, ásamt hljómsveitinni Sameheads. „Þetta gengur út á að gera góða tónlist, ekki í kringum eitthvað sem virkar heldur bara það sem við fílum,“ segir Björgúlfur í samtali við Vísi. „En það er mikilvægt að fallegt fólk geti dansað við tónlistina.“ Hljómsveitin hefur komið fram á ýmsum stöðum í sumar.bjarki björnsson Rokktónlist frá sjöunda áratugnum hefur veitt þeim innblástur. „Við viljum blanda gamla stöffinu við nýja stöffið. Velvet Underground og annað 60's rokk er innblástur. En líka My Bloody Valentine og Pixies og önnur 90's bönd. Svo sækjum við innblástur úr kaldri Reykjavíkurborg, sætar stelpur og hugbreytandi efni. Svefnleysi jafnvel líka.“ Hljómsveitin byrjaði sem hobbí, segir Björgúlfur, en alvaran tók við þegar þeir hófu að taka upp fyrrnefnda plötu í Berlín. þórsteinn svanhildarson „Svo er lag að koma út á laugardaginn. Það heitir Hver í fokkanum og er í raun mantra. Það er bara ein setning í öllu laginu og þýðir bara „ég veit hver ég er, hver í fokkanum ert þú?“ Snýst bara um trú á sjálfum sér.“ Mikið er unnið með einföld skilaboð. „Eða bara engin skilaboð,“ bætir Björgúlfur við. Eins og áður segir eru útgáfutónleikar haldnir á KEX næsta laugardag.
Tónlist Reykjavík Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira