Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 09:31 Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira