Upplifun Íslendinga af sóló ferðalögum: „Númer eitt, tvö og þrjú er bara frelsið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2023 20:01 Íslendingar upplifa sóló ferðalög á jákvæðan hátt og viðmælendur voru allir sammála um að kostirnir við að ferðast einn væru fleiri en gallarnir. Getty „Maður lærir að vera sjálfstæður, það finnst mér alveg, maður lærir að bjarga sjálfum sér og það er alveg jákvætt að geta ekki reitt sig á neinn annan,“ segir Júlía, íslensk kona sem hefur á undanförnum árum ferðast mikið ein, bæði um Suðaustur-Asíu og Evrópu. Júlía nefnir að þegar maður er einn á ferðalagi þá kynnist maður sjálfum sér betur ásamt því að læra að bjarga sér. Sóló ferðalög Íslendinga og upplifun af slíkum ferðalögum hafa lítið verið rannsökuð. Hvernig upplifa Íslendingar sóló ferðalög? Hverjir eru helstu hvatar fyrir því að Íslendingar velja að fara einir í ferðalögog hverjar eru helstu hindranir fyrir sóló ferðalögum Íslendinga? Júlía er ein af sex viðmælendum sem Dagný Gylfadóttir ræddi við í tengslum við BA-lokaverkefni sitt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri síðastliðið vor. Dagný ræddi við þrjá íslenska karla og þrjár íslenskar konur á aldrinum 29 ára til 72 ára sem eru með ólíkan bakgrunn, sum þeirra eru gift, önnur eru í sambandi og önnur eru einhleyp en öll hafa þau reynslu af því að hafa lagst upp í ferðalög einsömul. Niðurstöðurnar voru þær að Íslendingar upplifa sóló ferðalög á jákvæðan hátt. Helsti hvatinn fyrir því að velja sóló ferðalög var frelsið en helsta hindrunin var óöryggið. Allir viðmælendur voru þó sammála um að kostirnir við að ferðast einn væru fleiri en gallarnir og sögðu þau öll að þau myndu mæla með þessum ferðamáta. Frelsið er helsti kosturinn Þegar svörin eru skoðuð kemur skýrt í ljós að öllum viðmælendum fannst frelsið við sóló ferðalögin vera einn helsti kosturinn við það að ferðast einn. Það að stjórna tíma sínum sjálfur og geta gert nákvæmlega það sem mann langar til án þess að þurfa að taka tillit til annarra ferðafélaga. Einn úr hópnum, Ragnar, hefur gert þó nokkuð af því að ferðast einn hluta úr ferðalagi, allt frá einum degi og upp í nokkra daga þar sem hann flakkar einn um götur evrópskra borga og lætur hugann ráða för. „Númer eitt, tvö og þrjú er bara frelsið. Maður þarf ekkert að ákveða hvar á að hittast eða hvenær til dæmis til að borða morgunmat eða svoleiðis, ákveða svo hvað á að gera yfir daginn. Það fer enginn tími eða maður sóar ekki tíma í að þarna deila um hvert er best að fara. Maður getur bara farið nákvæmlega á þann stað sem að maður vill fara á, skoða akkúrat það sem maður vill skoða. Maður þarf ekki að spyrja kóng né prest í raun og veru, getur sniðið ferðina nákvæmlega að þínu höfði.“ Annar viðmælandi, Finnur, hefur ferðast þó nokkuð mikið einn og þá aðallega um Asíu með lítinn bakpoka á bakinu. Hann lýsir sveigjanleikum sem fylgir því að ferðast einn og upplifa allskyns nýja og óvænta hluti. „Það er algjört frelsi sem að fylgir því. Bara algjört.Ég var einu sinni í norður Tælandi og var á leið í rútu, þá kom ég til borgar sem heitir Shangrai í norður Tælandi og ég var í Shanghai sem er önnur borg þar og mér datt í hug að hoppa út og ég var bara með bakpokann á mér og ég hoppaði út og varð eftir og hélt áfram til Laos. Mikil ævintýraferð.Ég hef ferðast þannig; ekki með neitt skipulag nema svona ákveðinn ramma. Svo hef ég bara gert það semmér hefur dottið í hug, þegar mér dettur það í hug. Ég fæ stundum skyndihugdettur að morgni og er kominn kannski til annars lands um kvöldið.“ Finnur talar einnig um hversu auðvelt það er í dag fyrir fólk að skipuleggja ferðalög á eigin spýtur. „Google maps er komið og allt þetta svona og alveg ómögulegt að týna sér í útlöndum í þessum borgum. Maður fer bara í google maps og það leiðir mann bara áfram, alveg rosalega þægilegt. Eins að bóka sig, ég er farinn að bóka mig á netinu og farinn að gera þetta alveg sjálfur orðið og þurfti á því að halda. Ég næ oft mjög ódýrum fargjöldum með því að fljúga með lággjaldaflugfélögum og finna út úr því. “ Flestir viðmælendurnir voru sammála um að þrátt fyrir að vera að ferðast einir þá upplifðu þau sig sjaldan eða aldrei einmana á ferðalögum. Þetta var eitthvað sem að kom flestum þeirra ánægjulega á óvart.Vísir/Vilhelm Einveran getur verið dýrmæt Það getur engu að síður verið áhættusamara og jafnvel hættulegt að ferðast einn ef maður passar sig ekki sig ekki. Það getur líka verið erfitt að vera einn í nýju landi þar sem að maður þekkir ekki siði og venjur og því fylgir viss áhætta eins og Ragnar orðar það: „Það er ákveðið óöryggi náttúrulega að vera einn. Ég segi óöryggi en ég meina að það er kannski mismunandi eftir fólki. Ég hef ekkert áhyggjur af mínu líkamlega öryggi, þannig séð. Ég er hávaxinn hraustur karlmaður með bakgrunn í bardagaíþróttum, ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að einhver elti mig niður eitthvað húsasund þannig séð. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því . En að vera í landi þar sem maður þekkir ekki hundrað prósent allar reglur, þá er auðvelt að vera plataður eða prettaður eða gera einhver dýrkeypt mistök eða svoleiðis, svona fjárhagslega. Það er alveg eitthvað sem maður hefur áhyggjur af .“ Annar viðmælandi, Júlía, hefur ferðast mikið ein, bæði um Suðaustur-Asíu og Evrópu auk þess að hafa verið í skiptinámi bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum og prófað að flytja erlendis til þess að vinna. Júlía nefnir að þegar maður er einn á ferðalagi þá kynnist maður sjálfum sér betur ásamt því að læra að bjarga sér. Ragnar tekur undir með því að í einverunni fær fólk einnig oft frelsi til þess að kynnast sjálfu sér betur: „Þá er þetta kannski góður tími að svona reflecta, kannski hugsa um sjálfan sig. Það að vera einn með eigin hugsunum í öðru landi vekur upp alls konar þöglar heimspekilegs pælingar um stöðu manns í heiminum og svona. “ Þriðji karlmaðurinn í hópnum, Kiddi, hefur ferðast mikið einn eftir að hann hætti að vinna og hefur hann siglt á bát sínum yfir sumartímann. Það að sigla um á sínum eigin bát krefst töluverðs skipulags eins og hann lýsir: „Þetta er bátur náttúrulega og þá þarf maður að hugsa um hvað ég næ langt á fyrsta degi. Hvar ligg ég við akkeri eða á ég að fara í höfn? Ætla ég að fara upp í bæ að borða eða ætla ég að elda matinn sjálfur ? Og maður skipuleggur svona. Það má því segja að þeir sem ferðast einir sjá oft um að skipuleggja ferðir sínar sjálfir, hvort heldur sem er að hluta til eða að öllu leyti. Það sama á þó ekki endilega við þegar fólk fer í skipulagðar ferðir með öðrum en þá eru það önnur vandamál sem fólk stendur frammi fyrir. “ Ferðavinir Flestir viðmælendurnir voru sammála um að þrátt fyrir að vera að ferðast einir þá upplifðu þau sig sjaldan eða aldrei einmana á ferðalögum. Þetta var eitthvað sem kom flestum þeirra ánægjulega á óvart. Júlía lýsir því þannig að hún hafi á ferðalögum sínum kynnst hún vinum fyrir lífstíð og vegna samskipta við þá fékk hún tækifæri til að upplifa eitthvað sem að hún annars hefði ekki gert. Þá endaði hún einnig á því að ferðast hluta úr ferðinni með fólki sem að hún kynntist á leiðinni og hafði þannig félagsskap af öðru fólki. „Það sem er klárlega jákvætt er að eins og þegar ég var þarna í Suðaustur-Asíu þá kynntist ég fólki sem er ennþá vinir mínir í dag . Við vorum á sama hostelherbergi, byrjuðum að spjalla og enduðum á að ferðast saman og þá einmitt fann maður aðeins meira fyrir þessu öryggi. “ Þá kom það einnig fram hjá nokkrum viðmælendum að það að hafa engan til þess að deila með ferðaupplifuninni gæti stundum verið leiðinlegt. Aðstæður eru mismunandi og stundum koma upp tilfelli þar sem þessi hugsun skýtur upp kollinum. Í niðurstöðum Dagnýjar kemur fram þrátt fyrir vaxandi fjölda sóló ferðamanna hafi efnið lítið verið rannsakað hérlendis og einnig nokkuð takmarkað á alþjóðavísu.Vísir/Vilhelm Þá nefnir Ragnar að þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið einmana á ferðalögunum þá séu vissir áfangastaðir klárlega hannaðir fyrir fólk sem er að ferðast með öðrum. Hann nefnir hér dæmi um slíkt: „Ég átti til dæmis svona einmanalegt móment þegar ég fór upp á toppinn á The Shard. Það er bar þarna og það var fullt af pörum að eiga einhver svona rómantísk móment og svo var þarna myndavél þar sem fólk gat látið taka mynd af sér með kæró eða eitthvað svoleiðis. Þetta var alveg greinilega sérsniðið að svona rómantískri upplifun en ekki svona almennri upplifun fyrir almenning. Maður upplifði sig svolítið útundan þarna. “ Ævintýri og upplifanir Ferðalög geta verið mikil ævintýri og oft gerast ýmsir óvæntir og stundum ólýsanlegir hlutir. Þessi ánægja var viðmælendum hugleikin. Lilja rifjar upp skrautlega uppákomu sem að hún lenti í á ferðalagi með nýjum vinum. „Einhvern tíma fékk ég far frá Hollandi til Þýskaland s. Þetta var rosalega skemmtilegt fólk, það er mjög langt síðan þetta var, örugglega tuttugu og eitthvað ár síðan. Ég komst að því eftir á að þau höfðu verið að smygla dópi frá Hollandi og yfir til Þýskalands. Ég var ekki kát þegar ég frétti af því !“ Finnur á einnig margar áhugaverðar ferðaupplifanir. „Það er ekkert sem að truflar mann, maður fær upplifunina beint í æð á nýjum stöðum. En eins og áður segir þá gerast mestu ævintýrin oft í óþekktum aðstæðum og jafnvel mestu hrakfallasögur geta orðið að skemmtilegum minningum eftir að heim er komið. Þessi reynsla að hafa prófað eitthvað einstakt og dregið af því lærdóm. “ Kostirnir fleiri en gallarnir Í niðurstöðum Dagnýjar kemur fram þrátt fyrir vaxandi fjölda sóló ferðamanna hafi viðfangsefnið lítið verið rannsakað hérlendis og einnig nokkuð takmarkað á alþjóðavísu. Dagný Gylfadóttir.Aðsend „Íslendingar upplifa sóló ferðalög á jákvæðan hátt og viðmælendur voru allir sammála um að kostirnir við að ferðast einn væru fleiri en gallarnir. Helsti kosturinn og jafnframt einn helsti hvatinn fyrir því að velja að fara einn í ferðalag var frelsið. Frelsið til þess að ráða sér alveg sjálfur og geta gert og farið og skoðað það sem aðeins einstaklingurinn sjálfur hefur áhuga á að gera. Aðrir þættir sem flokka mætti sem hvata til ferðalaga voru sjálfstæði, ferðavinir og ævintýri og upplifanir. Helstu hindranir fyrir því að ferðast einn voru öryggið, þurfa að treysta á sjálfan sig og hafa engan til þess að deila með áhyggjum eða hafa með í erfiðum aðstæðum. Verðmiðinn á gistingu og skipulögðum hópaferðum fyrir þann sem velur að ferðast einn er annar þáttur sem virðist geta hindrað fólk í að velja að ferðast eitt og jafnvel að ferðast yfir höfuð hafi fólk ekki ferðafélaga og treysti sér ekki til þess að fara alveg eitt á eigin vegum.“ Niðurstöðurnar komu á óvart „Ég útskrifaðist úr ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum 2017 en skrifaði enga ritgerð þá því ég vissi ekkert hvað ég ætti að skrifa um. Ritgerðarhugmyndirnar hafa verið að fæðast síðan þá svo þaðan kemur hugmyndin upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi en hún segir það hafa gengið afar vel að finna viðmælendur í tengslum við verkefnið. „Sjálf hef ég mjög mikinn áhuga á ferðamálum og finnst mjög gaman að ferðast. Ég hef ferðast nokkuð í gegnum tíðina og farið ein í nokkrar ferðir. Hugmyndin af verkefninu kviknaði í raun út frá áhuga mínum og upplifunum af slíkum ferðalögum. Áhugi almennings fyrir verkefninu kom mér skemmtilega á óvart. Það voru mjög margir sem buðu fram þátttöku sína í verkefninu en aðrir bentu mér á viðmælendur. Auk þess fékk ég nokkra pósta frá einstaklingum sem vildu deila með mér sinni upplifun og skoðunum af sóló ferðalögum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar komu mér svo sem lítið á óvart og það er greinilegt að viðmælendum þykja kostirnir við sóló ferðalög mun fleiri en gallarir. Því er ég hjartanlega sammála." Skemmtilegt fannst mér að heyra hversu margir töluðu um að sóló ferðalög höfðu kennt þeim að vera sjálfstæð. Það er kannski ógnvænlegt að fara einn af stað í slíkt ferðalga, en kannski er þetta einmitt góð og jafnvel svolítið skemmtileg leið til þess að læra á sjálfan sig. Dagný segir það einnig hafa komið sér á óvart hvernig sum þjónusta og ferðaupplifanir eru hugsaðar fyrir fleiri en einn einstakling. „Upplifun sem er greinilega hugsuð fyrir ástfangin pör eða hótelherbergi fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Það er til dæmis mjög lítið framboð af hótelherbergjum fyrir eina manneskju sem þýðir að sá sem ferðast einn verður að borga fyrir stærra herbergi með fleiri rúmum og þar af leiðandi þjónustu sem hann þarf ekki. Þetta ýtir verðinu enn frekar upp sem var einn af helstu hindrununum fyrir því að fara einn í ferðalag,“ segir hún. „Sjálf kannast ég við að fá verri þjónustu þegar ég hef verið að ferðast ein, til dæmis á veitingastöðum þar sem ég hef pantað borð og verið spennt að fara út að borða en svo bara verið plantað í sæti á barnum nánast með barþjóninn í fanginu. Hótel virðast þó almennt fá betri umsögn frá þeim sem ferðast einir en þeim sem ferðast með öðrum. Mögulega á þetta við um fleiri þætti ferðaþjónustunnar og því er mikilvægt að huga betur af þessum hópi og vera meðvituð um þeirra þarfir og langanir.“ Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Sóló ferðalög Íslendinga og upplifun af slíkum ferðalögum hafa lítið verið rannsökuð. Hvernig upplifa Íslendingar sóló ferðalög? Hverjir eru helstu hvatar fyrir því að Íslendingar velja að fara einir í ferðalögog hverjar eru helstu hindranir fyrir sóló ferðalögum Íslendinga? Júlía er ein af sex viðmælendum sem Dagný Gylfadóttir ræddi við í tengslum við BA-lokaverkefni sitt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri síðastliðið vor. Dagný ræddi við þrjá íslenska karla og þrjár íslenskar konur á aldrinum 29 ára til 72 ára sem eru með ólíkan bakgrunn, sum þeirra eru gift, önnur eru í sambandi og önnur eru einhleyp en öll hafa þau reynslu af því að hafa lagst upp í ferðalög einsömul. Niðurstöðurnar voru þær að Íslendingar upplifa sóló ferðalög á jákvæðan hátt. Helsti hvatinn fyrir því að velja sóló ferðalög var frelsið en helsta hindrunin var óöryggið. Allir viðmælendur voru þó sammála um að kostirnir við að ferðast einn væru fleiri en gallarnir og sögðu þau öll að þau myndu mæla með þessum ferðamáta. Frelsið er helsti kosturinn Þegar svörin eru skoðuð kemur skýrt í ljós að öllum viðmælendum fannst frelsið við sóló ferðalögin vera einn helsti kosturinn við það að ferðast einn. Það að stjórna tíma sínum sjálfur og geta gert nákvæmlega það sem mann langar til án þess að þurfa að taka tillit til annarra ferðafélaga. Einn úr hópnum, Ragnar, hefur gert þó nokkuð af því að ferðast einn hluta úr ferðalagi, allt frá einum degi og upp í nokkra daga þar sem hann flakkar einn um götur evrópskra borga og lætur hugann ráða för. „Númer eitt, tvö og þrjú er bara frelsið. Maður þarf ekkert að ákveða hvar á að hittast eða hvenær til dæmis til að borða morgunmat eða svoleiðis, ákveða svo hvað á að gera yfir daginn. Það fer enginn tími eða maður sóar ekki tíma í að þarna deila um hvert er best að fara. Maður getur bara farið nákvæmlega á þann stað sem að maður vill fara á, skoða akkúrat það sem maður vill skoða. Maður þarf ekki að spyrja kóng né prest í raun og veru, getur sniðið ferðina nákvæmlega að þínu höfði.“ Annar viðmælandi, Finnur, hefur ferðast þó nokkuð mikið einn og þá aðallega um Asíu með lítinn bakpoka á bakinu. Hann lýsir sveigjanleikum sem fylgir því að ferðast einn og upplifa allskyns nýja og óvænta hluti. „Það er algjört frelsi sem að fylgir því. Bara algjört.Ég var einu sinni í norður Tælandi og var á leið í rútu, þá kom ég til borgar sem heitir Shangrai í norður Tælandi og ég var í Shanghai sem er önnur borg þar og mér datt í hug að hoppa út og ég var bara með bakpokann á mér og ég hoppaði út og varð eftir og hélt áfram til Laos. Mikil ævintýraferð.Ég hef ferðast þannig; ekki með neitt skipulag nema svona ákveðinn ramma. Svo hef ég bara gert það semmér hefur dottið í hug, þegar mér dettur það í hug. Ég fæ stundum skyndihugdettur að morgni og er kominn kannski til annars lands um kvöldið.“ Finnur talar einnig um hversu auðvelt það er í dag fyrir fólk að skipuleggja ferðalög á eigin spýtur. „Google maps er komið og allt þetta svona og alveg ómögulegt að týna sér í útlöndum í þessum borgum. Maður fer bara í google maps og það leiðir mann bara áfram, alveg rosalega þægilegt. Eins að bóka sig, ég er farinn að bóka mig á netinu og farinn að gera þetta alveg sjálfur orðið og þurfti á því að halda. Ég næ oft mjög ódýrum fargjöldum með því að fljúga með lággjaldaflugfélögum og finna út úr því. “ Flestir viðmælendurnir voru sammála um að þrátt fyrir að vera að ferðast einir þá upplifðu þau sig sjaldan eða aldrei einmana á ferðalögum. Þetta var eitthvað sem að kom flestum þeirra ánægjulega á óvart.Vísir/Vilhelm Einveran getur verið dýrmæt Það getur engu að síður verið áhættusamara og jafnvel hættulegt að ferðast einn ef maður passar sig ekki sig ekki. Það getur líka verið erfitt að vera einn í nýju landi þar sem að maður þekkir ekki siði og venjur og því fylgir viss áhætta eins og Ragnar orðar það: „Það er ákveðið óöryggi náttúrulega að vera einn. Ég segi óöryggi en ég meina að það er kannski mismunandi eftir fólki. Ég hef ekkert áhyggjur af mínu líkamlega öryggi, þannig séð. Ég er hávaxinn hraustur karlmaður með bakgrunn í bardagaíþróttum, ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að einhver elti mig niður eitthvað húsasund þannig séð. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því . En að vera í landi þar sem maður þekkir ekki hundrað prósent allar reglur, þá er auðvelt að vera plataður eða prettaður eða gera einhver dýrkeypt mistök eða svoleiðis, svona fjárhagslega. Það er alveg eitthvað sem maður hefur áhyggjur af .“ Annar viðmælandi, Júlía, hefur ferðast mikið ein, bæði um Suðaustur-Asíu og Evrópu auk þess að hafa verið í skiptinámi bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum og prófað að flytja erlendis til þess að vinna. Júlía nefnir að þegar maður er einn á ferðalagi þá kynnist maður sjálfum sér betur ásamt því að læra að bjarga sér. Ragnar tekur undir með því að í einverunni fær fólk einnig oft frelsi til þess að kynnast sjálfu sér betur: „Þá er þetta kannski góður tími að svona reflecta, kannski hugsa um sjálfan sig. Það að vera einn með eigin hugsunum í öðru landi vekur upp alls konar þöglar heimspekilegs pælingar um stöðu manns í heiminum og svona. “ Þriðji karlmaðurinn í hópnum, Kiddi, hefur ferðast mikið einn eftir að hann hætti að vinna og hefur hann siglt á bát sínum yfir sumartímann. Það að sigla um á sínum eigin bát krefst töluverðs skipulags eins og hann lýsir: „Þetta er bátur náttúrulega og þá þarf maður að hugsa um hvað ég næ langt á fyrsta degi. Hvar ligg ég við akkeri eða á ég að fara í höfn? Ætla ég að fara upp í bæ að borða eða ætla ég að elda matinn sjálfur ? Og maður skipuleggur svona. Það má því segja að þeir sem ferðast einir sjá oft um að skipuleggja ferðir sínar sjálfir, hvort heldur sem er að hluta til eða að öllu leyti. Það sama á þó ekki endilega við þegar fólk fer í skipulagðar ferðir með öðrum en þá eru það önnur vandamál sem fólk stendur frammi fyrir. “ Ferðavinir Flestir viðmælendurnir voru sammála um að þrátt fyrir að vera að ferðast einir þá upplifðu þau sig sjaldan eða aldrei einmana á ferðalögum. Þetta var eitthvað sem kom flestum þeirra ánægjulega á óvart. Júlía lýsir því þannig að hún hafi á ferðalögum sínum kynnst hún vinum fyrir lífstíð og vegna samskipta við þá fékk hún tækifæri til að upplifa eitthvað sem að hún annars hefði ekki gert. Þá endaði hún einnig á því að ferðast hluta úr ferðinni með fólki sem að hún kynntist á leiðinni og hafði þannig félagsskap af öðru fólki. „Það sem er klárlega jákvætt er að eins og þegar ég var þarna í Suðaustur-Asíu þá kynntist ég fólki sem er ennþá vinir mínir í dag . Við vorum á sama hostelherbergi, byrjuðum að spjalla og enduðum á að ferðast saman og þá einmitt fann maður aðeins meira fyrir þessu öryggi. “ Þá kom það einnig fram hjá nokkrum viðmælendum að það að hafa engan til þess að deila með ferðaupplifuninni gæti stundum verið leiðinlegt. Aðstæður eru mismunandi og stundum koma upp tilfelli þar sem þessi hugsun skýtur upp kollinum. Í niðurstöðum Dagnýjar kemur fram þrátt fyrir vaxandi fjölda sóló ferðamanna hafi efnið lítið verið rannsakað hérlendis og einnig nokkuð takmarkað á alþjóðavísu.Vísir/Vilhelm Þá nefnir Ragnar að þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið einmana á ferðalögunum þá séu vissir áfangastaðir klárlega hannaðir fyrir fólk sem er að ferðast með öðrum. Hann nefnir hér dæmi um slíkt: „Ég átti til dæmis svona einmanalegt móment þegar ég fór upp á toppinn á The Shard. Það er bar þarna og það var fullt af pörum að eiga einhver svona rómantísk móment og svo var þarna myndavél þar sem fólk gat látið taka mynd af sér með kæró eða eitthvað svoleiðis. Þetta var alveg greinilega sérsniðið að svona rómantískri upplifun en ekki svona almennri upplifun fyrir almenning. Maður upplifði sig svolítið útundan þarna. “ Ævintýri og upplifanir Ferðalög geta verið mikil ævintýri og oft gerast ýmsir óvæntir og stundum ólýsanlegir hlutir. Þessi ánægja var viðmælendum hugleikin. Lilja rifjar upp skrautlega uppákomu sem að hún lenti í á ferðalagi með nýjum vinum. „Einhvern tíma fékk ég far frá Hollandi til Þýskaland s. Þetta var rosalega skemmtilegt fólk, það er mjög langt síðan þetta var, örugglega tuttugu og eitthvað ár síðan. Ég komst að því eftir á að þau höfðu verið að smygla dópi frá Hollandi og yfir til Þýskalands. Ég var ekki kát þegar ég frétti af því !“ Finnur á einnig margar áhugaverðar ferðaupplifanir. „Það er ekkert sem að truflar mann, maður fær upplifunina beint í æð á nýjum stöðum. En eins og áður segir þá gerast mestu ævintýrin oft í óþekktum aðstæðum og jafnvel mestu hrakfallasögur geta orðið að skemmtilegum minningum eftir að heim er komið. Þessi reynsla að hafa prófað eitthvað einstakt og dregið af því lærdóm. “ Kostirnir fleiri en gallarnir Í niðurstöðum Dagnýjar kemur fram þrátt fyrir vaxandi fjölda sóló ferðamanna hafi viðfangsefnið lítið verið rannsakað hérlendis og einnig nokkuð takmarkað á alþjóðavísu. Dagný Gylfadóttir.Aðsend „Íslendingar upplifa sóló ferðalög á jákvæðan hátt og viðmælendur voru allir sammála um að kostirnir við að ferðast einn væru fleiri en gallarnir. Helsti kosturinn og jafnframt einn helsti hvatinn fyrir því að velja að fara einn í ferðalag var frelsið. Frelsið til þess að ráða sér alveg sjálfur og geta gert og farið og skoðað það sem aðeins einstaklingurinn sjálfur hefur áhuga á að gera. Aðrir þættir sem flokka mætti sem hvata til ferðalaga voru sjálfstæði, ferðavinir og ævintýri og upplifanir. Helstu hindranir fyrir því að ferðast einn voru öryggið, þurfa að treysta á sjálfan sig og hafa engan til þess að deila með áhyggjum eða hafa með í erfiðum aðstæðum. Verðmiðinn á gistingu og skipulögðum hópaferðum fyrir þann sem velur að ferðast einn er annar þáttur sem virðist geta hindrað fólk í að velja að ferðast eitt og jafnvel að ferðast yfir höfuð hafi fólk ekki ferðafélaga og treysti sér ekki til þess að fara alveg eitt á eigin vegum.“ Niðurstöðurnar komu á óvart „Ég útskrifaðist úr ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum 2017 en skrifaði enga ritgerð þá því ég vissi ekkert hvað ég ætti að skrifa um. Ritgerðarhugmyndirnar hafa verið að fæðast síðan þá svo þaðan kemur hugmyndin upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi en hún segir það hafa gengið afar vel að finna viðmælendur í tengslum við verkefnið. „Sjálf hef ég mjög mikinn áhuga á ferðamálum og finnst mjög gaman að ferðast. Ég hef ferðast nokkuð í gegnum tíðina og farið ein í nokkrar ferðir. Hugmyndin af verkefninu kviknaði í raun út frá áhuga mínum og upplifunum af slíkum ferðalögum. Áhugi almennings fyrir verkefninu kom mér skemmtilega á óvart. Það voru mjög margir sem buðu fram þátttöku sína í verkefninu en aðrir bentu mér á viðmælendur. Auk þess fékk ég nokkra pósta frá einstaklingum sem vildu deila með mér sinni upplifun og skoðunum af sóló ferðalögum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar komu mér svo sem lítið á óvart og það er greinilegt að viðmælendum þykja kostirnir við sóló ferðalög mun fleiri en gallarir. Því er ég hjartanlega sammála." Skemmtilegt fannst mér að heyra hversu margir töluðu um að sóló ferðalög höfðu kennt þeim að vera sjálfstæð. Það er kannski ógnvænlegt að fara einn af stað í slíkt ferðalga, en kannski er þetta einmitt góð og jafnvel svolítið skemmtileg leið til þess að læra á sjálfan sig. Dagný segir það einnig hafa komið sér á óvart hvernig sum þjónusta og ferðaupplifanir eru hugsaðar fyrir fleiri en einn einstakling. „Upplifun sem er greinilega hugsuð fyrir ástfangin pör eða hótelherbergi fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Það er til dæmis mjög lítið framboð af hótelherbergjum fyrir eina manneskju sem þýðir að sá sem ferðast einn verður að borga fyrir stærra herbergi með fleiri rúmum og þar af leiðandi þjónustu sem hann þarf ekki. Þetta ýtir verðinu enn frekar upp sem var einn af helstu hindrununum fyrir því að fara einn í ferðalag,“ segir hún. „Sjálf kannast ég við að fá verri þjónustu þegar ég hef verið að ferðast ein, til dæmis á veitingastöðum þar sem ég hef pantað borð og verið spennt að fara út að borða en svo bara verið plantað í sæti á barnum nánast með barþjóninn í fanginu. Hótel virðast þó almennt fá betri umsögn frá þeim sem ferðast einir en þeim sem ferðast með öðrum. Mögulega á þetta við um fleiri þætti ferðaþjónustunnar og því er mikilvægt að huga betur af þessum hópi og vera meðvituð um þeirra þarfir og langanir.“
Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira