Segir það ekki satt að Amrabat sé meiddur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:45 Amrabat mun ekki spila í fjólubláu á þessari leiktíð. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Miðjumaðurinn Sofyan Amrabat gekk nýverið í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United á láni. Í kjölfarið fóru orðrómar af stað að leikmaðurinn væri meiddur á baki og gæti verið frá í allt að sex vikur. Man United var með Amrabat á blaði frá því að félagaskiptaglugginn opnaði en náði þó ekki að koma Amrabat inn um dyrnar fyrr en rétt áður en glugginn lokaði vegna fjárhagsvandræða liðsins. # 4 Suits you, Sofyan #MUFC— Manchester United (@ManUtd) September 5, 2023 Hinn 27 ára gamli Amrabat kemur frá Fiorentina á Ítalíu en hafði áður spilað í Hollandi og Belgíu. Eftir að spila með U-15 ára landsliði Hollands ákvað Amrabat að velja Marokkó en foreldrar hans eru þaðan þó leikmaðurinn sé fæddur í Hollandi. Alls hefur hann spilað 49 A-landsleiki en þeir gætu orðið 50 í september. Leikmaðurinn er nefnilega í landsliðshópi Marokkó fyrir komandi landsliðsverkefni þó svo að það hafi verið talið að leikmaðurinn væri að glíma við bakmeiðsli og væri frá næstu vikurnar. James Ducker, íþróttablaðamaður hjá The Telegraph, staðfesti að Amrabat væri ekki meiddur og væri á leið í landsliðsverkefni Marokkó. Some rumours circulating that new #mufc signing Sofyan Amrabat could be out for six weeks. Ignore. He s not injured and will report for international duty with Morocco— James Ducker (@TelegraphDucker) September 5, 2023 Þetta eru gleðifréttir fyrir stuðningsfólk Man United en liðið þarf svo sannarlega á öllum sínum mönnum að halda eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Þá er liðið að glíma við fjölda meiðsla en liðið var án Raphaël Varane, Luke Shaw og Mason Mount í tapinu gegn Arsenal. Þá fóru miðverðirnir Lisandro Martínez og Victor Lindelöf meiddir af velli í leiknum. Man United tekur á móti Brighton & Hove Albion í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. september. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Man United var með Amrabat á blaði frá því að félagaskiptaglugginn opnaði en náði þó ekki að koma Amrabat inn um dyrnar fyrr en rétt áður en glugginn lokaði vegna fjárhagsvandræða liðsins. # 4 Suits you, Sofyan #MUFC— Manchester United (@ManUtd) September 5, 2023 Hinn 27 ára gamli Amrabat kemur frá Fiorentina á Ítalíu en hafði áður spilað í Hollandi og Belgíu. Eftir að spila með U-15 ára landsliði Hollands ákvað Amrabat að velja Marokkó en foreldrar hans eru þaðan þó leikmaðurinn sé fæddur í Hollandi. Alls hefur hann spilað 49 A-landsleiki en þeir gætu orðið 50 í september. Leikmaðurinn er nefnilega í landsliðshópi Marokkó fyrir komandi landsliðsverkefni þó svo að það hafi verið talið að leikmaðurinn væri að glíma við bakmeiðsli og væri frá næstu vikurnar. James Ducker, íþróttablaðamaður hjá The Telegraph, staðfesti að Amrabat væri ekki meiddur og væri á leið í landsliðsverkefni Marokkó. Some rumours circulating that new #mufc signing Sofyan Amrabat could be out for six weeks. Ignore. He s not injured and will report for international duty with Morocco— James Ducker (@TelegraphDucker) September 5, 2023 Þetta eru gleðifréttir fyrir stuðningsfólk Man United en liðið þarf svo sannarlega á öllum sínum mönnum að halda eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Þá er liðið að glíma við fjölda meiðsla en liðið var án Raphaël Varane, Luke Shaw og Mason Mount í tapinu gegn Arsenal. Þá fóru miðverðirnir Lisandro Martínez og Victor Lindelöf meiddir af velli í leiknum. Man United tekur á móti Brighton & Hove Albion í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. september.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira