Sakar United um að hylma yfir með Antony Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2023 09:01 Antony er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína andlegu og líkamlegu ofbeldi. getty/Robbie Jay Barratt Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. Gabriela Cavallin hefur sakað Antony um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann er til rannsóknar hjá lögreglunni í Sao Paulo í Brasilíu og lögreglunni í Manchester vegna þess. Cavallin segir að United hafi sent stuðningsfulltrúa leikmanna á hótel í Manchester þar sem Antony á að hafa ráðist á hana 15. janúar. Hún segir að hann hafi skallað sig og hrint henni á rúmið þannig að sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist til. Lögmenn Cavallins vilja meina að stuðningsfulltrúinn hafi kallað eftir lækni félagsins til að koma í veg fyrir að hún leitaði sjálf á spítala sem hefði getað vakið upp grunsemdir. United hefur hafnað ásökunum Cavallins um yfirhylmingu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls Antonys. Þar segist félagið meðvitað um þær ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur Antony og þá staðreynd að lögreglan sé með málið til skoðunar. „Þar til frekari upplýsingar berast mun félagið ekki tjá sig meira um málið. Sem félag lítum við málið alvarlegum augum með hliðsjón af mögulegum áhrifum sem þær og umfjöllun um svona mál hafa á þolendur ofbeldis,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu United. Fyrr í vikunni var Antony tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum vegna ásakananna. Hann hafnar sök. United keypti Antony frá Ajax fyrir rúmlega áttatíu milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 48 leiki fyrir United og skorað átta mörk. Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Gabriela Cavallin hefur sakað Antony um að hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann er til rannsóknar hjá lögreglunni í Sao Paulo í Brasilíu og lögreglunni í Manchester vegna þess. Cavallin segir að United hafi sent stuðningsfulltrúa leikmanna á hótel í Manchester þar sem Antony á að hafa ráðist á hana 15. janúar. Hún segir að hann hafi skallað sig og hrint henni á rúmið þannig að sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist til. Lögmenn Cavallins vilja meina að stuðningsfulltrúinn hafi kallað eftir lækni félagsins til að koma í veg fyrir að hún leitaði sjálf á spítala sem hefði getað vakið upp grunsemdir. United hefur hafnað ásökunum Cavallins um yfirhylmingu. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna máls Antonys. Þar segist félagið meðvitað um þær ásakanir sem hafa verið settar fram á hendur Antony og þá staðreynd að lögreglan sé með málið til skoðunar. „Þar til frekari upplýsingar berast mun félagið ekki tjá sig meira um málið. Sem félag lítum við málið alvarlegum augum með hliðsjón af mögulegum áhrifum sem þær og umfjöllun um svona mál hafa á þolendur ofbeldis,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu United. Fyrr í vikunni var Antony tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum vegna ásakananna. Hann hafnar sök. United keypti Antony frá Ajax fyrir rúmlega áttatíu milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 48 leiki fyrir United og skorað átta mörk.
Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira