Borgarstjóri talar fyrir Parísarhjóli við höfnina í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 16:16 Svona lítur Parísarhjólið í Búkarest í Rúmeníu út. Fjölmargar borgir Evrópu og heimsins eru með Parísarhjól. London, Gautaborg, Gdansk og Tblisi svo fáin dæmi séu nefnd. EPA-EFE/Robert Ghement Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar til hugmynda í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. Þar komu fram ýmsar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið. „Sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísar-hjól í farveg,“ segir Dagur. Það verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt verði hugað að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu slíks hjóls, reynist hugmyndin raunhæf. „Ljóst er að umtalsvert flækjustig getur fylgt framkvæmdinni og útfærslu þess og ljóst að hafa þurfi viðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum en Miðbakki er á hafnarsvæði,“ segir Dagur. Lagði hann til að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra verði falið að kanna raunhæfni hugmyndarinnar á fundi borgarráðs. Meirihluti samþykkti tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki borgin né Faxaflóahafnir beri nokkurn kostnað af framkvæmd eða rekstri. Einungis verði um einkaframkvæmd að ræða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði Parísarhjól skemmtilega hugmynd en hefur áhyggjur af því því verði fundinn staður með landfyllingu. Fyrr í dag var greint frá því að árshlutareikningur borgarinnar hefði verið neikvæður um 6,7 milljarða króna. Það er 12,8 milljarða króna lakari niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þá samþykkti borgarráð í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.
Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49 Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Reksturinn jákvæður ef ríkið tæki slaginn með fötluðu fólki Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar í janúar til júní á þessu ári var lagður fyrir borgarráð í dag. Í tilkynningu frá borginni er fullyrt að árshlutareikningurinn sýni jákvæðan viðsnúning, þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í rekstri sem rakinn er til vanfjármögnunar þungra málaflokka eins og aðstoð við fatlað fólk, þenslu í hagkerfinu og viðvarandi verðbólgu. Borgarstjóri segir borgina að vaxa úr vanda síðustu ára. 7. september 2023 13:49
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39