Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2023 20:38 Gunnar Jónsson, 100 ára dansari með Eygló Alexandersdóttur, danskennara sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira