Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 13:59 Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Vatn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi.
Vatn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira