Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 20:00 Samkvæmt sérfræðingi hjá Eiitrunarmiðstöð Landspítalands eru einkenni sem geta fylgt því að sniffa gas allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Vísir/Rúnar Vilberg Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“ Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47