Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. september 2023 13:30 Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Got This Thing. Juliette Rowland „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira