Dalvíkingar upp um tvær deildir á tveimur árum: „Það var heljarinnar partí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 09:01 Leikmenn Dalvíkur/Reynis fagna sigrinum á Hetti/Hugin sem kom þeim upp í Lengjudeildina. sævar geir sigurjónsson Dalvík/Reynir tryggði sér sæti í Lengjudeild karla um síðustu helgi og hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Mikill uppgangur er á Dalvík enda hefur orðið bylting í aðstöðumálum félagsins. Eftir 4-2 sigur á Hetti/Hugin á föstudaginn var ljóst að Dalvík/Reynir myndi spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Eftir 4-2 sigur ÍR á KFA daginn var svo ljóst að Dalvík/Reynir myndi vinna 2. deildina. Dalvíkingar féllu niður í 3. deild 2020 og lentu í 7. sæti hennar árið eftir. Tímabilið 2022 tók Dalvík/Reynir hins vegar við sér, lenti í 2. sæti 3. deildar og vann sér sæti í 2. deildinni. Liðið gerði sér svo lítið fyrir og vann hana í sumar. „Galdurinn á bak við þetta er mikil uppbygging á svæðinu. Við fórum í risastórar breytingar á vellinum sem hefur verið svaðaleg upplyfting fyrir allt starfið. Það eru ekki nema 5-6 ár síðan liðið æfði varla á Dalvík. Það æfði á Árskógssandi og handónýtum völlum hér og þar. Breytingin á starfinu hefur verið svakaleg,“ sagði Kristinn Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis, í samtali við Vísi. „Svo fórum við að endurhugsa hlutina hjá okkur. Við erum með mjög skýran fjárhagsramma utan um það hvernig við viljum gera hlutina. Við fyllum liðið okkar ekki af aðkeyptum mönnum. Við erum með fjóra erlenda leikmenn og höfum viljað nota heimamenn auk stráka af svæðinu. Það er okkar módel sem við ætlum að halda okkur við og hefur gengið vonum framar.“ Aðstöðubylting Kristinn segir að sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á Dalvíkurvelli hafi margborgað sig. Nýtt fyrsta flokks gervigras var lagt á völlinn auk þess sem vallarhús var reist. Síðan var fljóðljósum komið fyrir við völlinn. Kristinn Þór Björnsson er framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis.sævar geir sigurjónsson „Iðkendafjöldinn í yngri flokkunum hefur aukist og hópurinn breikkað mikið. Allt líf í kringum fótboltann hefur gjörbreyst með þessari framkvæmd. Að æfa fótbolta er orðið heilsárs sport á Dalvík. Áður var það varla hægt nema í þrjá mánuði,“ sagði Kristinn. „Við fengum ekki nema 170 milljónir til verksins frá Dalvíkurbæ en félagið náði á ótrúlegan hátt, ásamt sjálfboðaliðum, að klára þetta.“ Stefnan ekki sett upp Sem fyrr sagði var Dalvík/Reynir nýliði í 2. deildinni í sumar og fyrir tímabilið var liðinu spáð um miðja deild. Væntingarnar hjá heimamönnum voru líka hóflegar en þær breyttust eftir því sem tímabilinu vatt fram. Borja Lopez Laguna fagnar marki sínu gegn Hetti/Hugin.sævar geir sigurjónsson „Stefnan var ekki sett þangað,“ sagði Kristinn og vísaði til árangurs tímabilsins. „Við vorum með 2-3 ára plan í huga, að liðið mátti ekki falla. Það var skýrt. Við ætluðum að festa okkur í sessi sem gott 2. deildarlið. En þegar fór að líða á tímabilið sáum við að við vorum langt frá því að falla og nær því að blanda okkur í einhverja baráttu. Þá var tekin ákvörðun að ná í tvo leikmenn til að gefa okkur tækifæri og það heppnaðist fullkomlega.“ Kristinn segir að föstudagurinn renni Dalvíkingum seint úr minni enda miklu til tjaldað. Dalvíkingar fagna eftir að Lengjudeildarsætið var í höfn.sævar geir sigurjónsson „Það var heljarinnar partí. Mætingin var frábær og eftirvæntingin í bæjarfélaginu mikil. Svo var leikurinn spennandi. Það hjálpaði ekki hjartveikum að við urðum manni færri í seinni hálfleiknum en við kláruðum þetta með fjórða markinu og þá fór allt á hliðina,“ sagði Kristinn. „Eftir leik voru svo mikil fagnaðarhöld eins og gefur að skilja og partí fram eftir.“ Sófameistarar Leikmenn Dalvíkur/Reynis komu svo saman daginn eftir og fylgdust með leik ÍR og KFA. Og úrslitin í honum urðu hagstæð og Dalvíkingar urðu því sófameistarar eins og sagt er. „Menn hittust í aðstöðunni hjá okkur og fundu lélegt streymi frá leik ÍR og KFA. Leikmenn og stjórnarmenn horfðu á leikinn saman. Það var ekki bjart upplitið á þeim þegar KFA komst í 0-2 en léttist lundin þegar ÍR fór að sækja. Þeir enduðu síðan á að vinna og við urðum sófameistarar,“ sagði Kristinn. Hann segir að Dalvíkingar séu ekki enn byrjaðir að undirbúa eða sjá fyrir sér næsta tímabil, enda er þetta ekki enn búið. En þeir ætla að standa sig vel undir stjórn Dragans Stojanovic. Dragan Stojanovic er reyndur þjálfari.sævar geir sigurjónsson „Hann á risastóran þátt í þessari velgengni. Hann kemur inn með aðrar áherslur og spilar aðeins öðruvísi fótbolta sem hentar liðið eins og Dalvík/Reyni mjög vel. Hann náði í góða leikmenn sem hjálpuðu okkur mikið. Við fengum lánsstráka frá KA og Þór og Áki Sölvason gerði tveggja ára samning við okkur,“ sagði Kristinn og vísaði þar til markahæsta leikmanns Dalvíkur/Reynis á tímabilinu. Í lokaumferð 2. deildarinnar um næstu helgi fara Dalvíkingar á Húsavík og mæta þar Völsungum. Eftir leikinn fá meistararnir 2. deildar bikarinn afhentan. Íslenski boltinn Dalvíkurbyggð Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Eftir 4-2 sigur á Hetti/Hugin á föstudaginn var ljóst að Dalvík/Reynir myndi spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Eftir 4-2 sigur ÍR á KFA daginn var svo ljóst að Dalvík/Reynir myndi vinna 2. deildina. Dalvíkingar féllu niður í 3. deild 2020 og lentu í 7. sæti hennar árið eftir. Tímabilið 2022 tók Dalvík/Reynir hins vegar við sér, lenti í 2. sæti 3. deildar og vann sér sæti í 2. deildinni. Liðið gerði sér svo lítið fyrir og vann hana í sumar. „Galdurinn á bak við þetta er mikil uppbygging á svæðinu. Við fórum í risastórar breytingar á vellinum sem hefur verið svaðaleg upplyfting fyrir allt starfið. Það eru ekki nema 5-6 ár síðan liðið æfði varla á Dalvík. Það æfði á Árskógssandi og handónýtum völlum hér og þar. Breytingin á starfinu hefur verið svakaleg,“ sagði Kristinn Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis, í samtali við Vísi. „Svo fórum við að endurhugsa hlutina hjá okkur. Við erum með mjög skýran fjárhagsramma utan um það hvernig við viljum gera hlutina. Við fyllum liðið okkar ekki af aðkeyptum mönnum. Við erum með fjóra erlenda leikmenn og höfum viljað nota heimamenn auk stráka af svæðinu. Það er okkar módel sem við ætlum að halda okkur við og hefur gengið vonum framar.“ Aðstöðubylting Kristinn segir að sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á Dalvíkurvelli hafi margborgað sig. Nýtt fyrsta flokks gervigras var lagt á völlinn auk þess sem vallarhús var reist. Síðan var fljóðljósum komið fyrir við völlinn. Kristinn Þór Björnsson er framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis.sævar geir sigurjónsson „Iðkendafjöldinn í yngri flokkunum hefur aukist og hópurinn breikkað mikið. Allt líf í kringum fótboltann hefur gjörbreyst með þessari framkvæmd. Að æfa fótbolta er orðið heilsárs sport á Dalvík. Áður var það varla hægt nema í þrjá mánuði,“ sagði Kristinn. „Við fengum ekki nema 170 milljónir til verksins frá Dalvíkurbæ en félagið náði á ótrúlegan hátt, ásamt sjálfboðaliðum, að klára þetta.“ Stefnan ekki sett upp Sem fyrr sagði var Dalvík/Reynir nýliði í 2. deildinni í sumar og fyrir tímabilið var liðinu spáð um miðja deild. Væntingarnar hjá heimamönnum voru líka hóflegar en þær breyttust eftir því sem tímabilinu vatt fram. Borja Lopez Laguna fagnar marki sínu gegn Hetti/Hugin.sævar geir sigurjónsson „Stefnan var ekki sett þangað,“ sagði Kristinn og vísaði til árangurs tímabilsins. „Við vorum með 2-3 ára plan í huga, að liðið mátti ekki falla. Það var skýrt. Við ætluðum að festa okkur í sessi sem gott 2. deildarlið. En þegar fór að líða á tímabilið sáum við að við vorum langt frá því að falla og nær því að blanda okkur í einhverja baráttu. Þá var tekin ákvörðun að ná í tvo leikmenn til að gefa okkur tækifæri og það heppnaðist fullkomlega.“ Kristinn segir að föstudagurinn renni Dalvíkingum seint úr minni enda miklu til tjaldað. Dalvíkingar fagna eftir að Lengjudeildarsætið var í höfn.sævar geir sigurjónsson „Það var heljarinnar partí. Mætingin var frábær og eftirvæntingin í bæjarfélaginu mikil. Svo var leikurinn spennandi. Það hjálpaði ekki hjartveikum að við urðum manni færri í seinni hálfleiknum en við kláruðum þetta með fjórða markinu og þá fór allt á hliðina,“ sagði Kristinn. „Eftir leik voru svo mikil fagnaðarhöld eins og gefur að skilja og partí fram eftir.“ Sófameistarar Leikmenn Dalvíkur/Reynis komu svo saman daginn eftir og fylgdust með leik ÍR og KFA. Og úrslitin í honum urðu hagstæð og Dalvíkingar urðu því sófameistarar eins og sagt er. „Menn hittust í aðstöðunni hjá okkur og fundu lélegt streymi frá leik ÍR og KFA. Leikmenn og stjórnarmenn horfðu á leikinn saman. Það var ekki bjart upplitið á þeim þegar KFA komst í 0-2 en léttist lundin þegar ÍR fór að sækja. Þeir enduðu síðan á að vinna og við urðum sófameistarar,“ sagði Kristinn. Hann segir að Dalvíkingar séu ekki enn byrjaðir að undirbúa eða sjá fyrir sér næsta tímabil, enda er þetta ekki enn búið. En þeir ætla að standa sig vel undir stjórn Dragans Stojanovic. Dragan Stojanovic er reyndur þjálfari.sævar geir sigurjónsson „Hann á risastóran þátt í þessari velgengni. Hann kemur inn með aðrar áherslur og spilar aðeins öðruvísi fótbolta sem hentar liðið eins og Dalvík/Reyni mjög vel. Hann náði í góða leikmenn sem hjálpuðu okkur mikið. Við fengum lánsstráka frá KA og Þór og Áki Sölvason gerði tveggja ára samning við okkur,“ sagði Kristinn og vísaði þar til markahæsta leikmanns Dalvíkur/Reynis á tímabilinu. Í lokaumferð 2. deildarinnar um næstu helgi fara Dalvíkingar á Húsavík og mæta þar Völsungum. Eftir leikinn fá meistararnir 2. deildar bikarinn afhentan.
Íslenski boltinn Dalvíkurbyggð Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn