Man Utd ætlar ekki að fá El Ghazi á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 08:30 Anwar El Ghazi í leik gegn Southampton. Robin Jones/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er ekki að íhuga að fá Anwar El Ghazi á frjálsri sölu þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa er samningslaus sem stendur. Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira