„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. september 2023 19:15 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH. „Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira