Lífið

„Þetta var algjört sjokk“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Líf var um tíma einn af eigendum skemmtistaðarins Bankastræti Club
Birgitta Líf var um tíma einn af eigendum skemmtistaðarins Bankastræti Club Vísir/Hulda Margrét

Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu.

Um er að ræða mál þegar hátt í þrjátíu menn réðust inn á staðinn með hnífa á lofti og veittust að þremur gestum staðarins. Stunguárás í miðborg Reykjavíkur en á sama tíma var Birgitta Líf í fríi hinu megin á hnettinum.

Í þættinum í gær rifjaði Birgitta málið upp og gagnrýndi hún til að mynda fjölmiðla fyrir að tengja ávallt nafnið hennar við umrædda stunguárás. 

Þessi tími hafi verið gríðarlega erfiður eins og hún talar um hér að neðan.

Klippa: Birgitta fer yfir hnífstunguárásina á Bankastræti Club





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.