Ten Hag um Sancho: „Kúltúrinn innan félagsins var ekki góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2023 14:30 Jadon Sancho og Erik ten Hag þegar sambandið milli þeirra var öllu betra en nú. getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann hafi þurft að stíga fast til jarðar hjá félaginu og innleiða aga hjá því. Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Mikið hefur gengið á hjá United að undanförnu, aðallega utan vallar, og Ten Hag var skiljanlega spurður út í Harry Maguire, Antony og Jadon Sancho. Sá síðastnefndi skammaðist út í Ten Hag á Twitter eftir að hann var ekki í leikmannahópi United í leiknum gegn Arsenal. Í gær sendi United svo frá sér yfirlýsingu þess efnis að Sancho fengi ekki að æfa með aðalliði félagins. „Jadon Sancho mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins þar til lausn finnst á máli varðandi agabrot hans,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu United. „Ég var beðinn um að setja strangar reglur því kúltúrinn í félaginu fyrir síðasta tímabil var ekki nógu góður. Ég þurfti að setja gott fordæmi,“ sagði Ten Hag. „Það er aldrei þannig að einhver geri ein mistök. Það er aðdragandi að ákvörðun varðandi agareglur. Þú verður að standa í lappirnar.“ Antony hefur verið sendur í leyfi vegna ásakana þriggja kvenna um ofbeldi sem hann á að hafa beitt þær. Ten Hag sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær Brassinn myndi snúa aftur. „Hann er vonsvikinn en hann er í lagi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður hvort hann hefði heyrt í Antony. Ten Hag fékk einnig spurningar um Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliða United. sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði, svo mjög að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, fékk nóg og tók til varna fyrir sinn mann. Ten Hag hjó í sama knérunn á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef margoft sagt að þetta sé vanvirðandi. Hann á þetta ekki skilið. Hann er frábær leikmaður og hefur margoft spilað frábærlega,“ sagði Hollendingurinn. „Hann þarf að reyna að útiloka þetta með því að standa sig. Þetta á ekki rétt á sér. Hann hefur átt flottan feril og á enn nóg eftir.“ United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira