Liverpool á toppinn eftir endurkomusigur gegn Úlfunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 13:29 Andy Robertson skoraði markið sem kom Liverpool í forystu. Naomi Baker/Getty Images Liverpool vann góðan 3-1 útisigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það voru heimamenn í Wolves sem byrjuðu betur og Hwang Hee-chan kom heimamönnum yfir strax á sjöundu mínútu leiksins eftir undirbúning Pedro Neto. Þrátt fyrir nokkur góð tækifæri Úlfanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins reyndist þetta eina markið fyrir hlé og Úlfarnir leiddu því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir frá Bítlaborginni vöknuðu þó til lífsins í síðari hálfleik og var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær liðið myndi jafna. Það var svo Cody Gakpo sem jafnaði loks metin fyrir Liverpool á 55. mínútu eftir undirbúning Mohamed Salah áður en Andy Robertson kom gestunum yfir hálftíma síðar, einnig eftir undirbúning Salah. Egyptinn var ekki hættur því hann lagði einnig þriðja mark Liverpool fyrir Harvey Elliott á fyrstu mínútu uppbótartíma og þar við sat. Niðurstaðan því 3-1 sigur Liverpool sem tyllir sér á toppinn með 13 stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en Manchester City sem á þó leik til góða. Enski boltinn
Liverpool vann góðan 3-1 útisigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það voru heimamenn í Wolves sem byrjuðu betur og Hwang Hee-chan kom heimamönnum yfir strax á sjöundu mínútu leiksins eftir undirbúning Pedro Neto. Þrátt fyrir nokkur góð tækifæri Úlfanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins reyndist þetta eina markið fyrir hlé og Úlfarnir leiddu því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir frá Bítlaborginni vöknuðu þó til lífsins í síðari hálfleik og var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær liðið myndi jafna. Það var svo Cody Gakpo sem jafnaði loks metin fyrir Liverpool á 55. mínútu eftir undirbúning Mohamed Salah áður en Andy Robertson kom gestunum yfir hálftíma síðar, einnig eftir undirbúning Salah. Egyptinn var ekki hættur því hann lagði einnig þriðja mark Liverpool fyrir Harvey Elliott á fyrstu mínútu uppbótartíma og þar við sat. Niðurstaðan því 3-1 sigur Liverpool sem tyllir sér á toppinn með 13 stig eftir fimm leiki, einu stigi meira en Manchester City sem á þó leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti