Man United sótti fjórar á gluggadegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2023 23:31 Melvine Malard er mætt til Manchester. Manchester United Það var nóg um að vera á skrifstofu kvennaliðs Manchester United en silfurliðið frá síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu samdi við fjóra leikmenn í gær en glugginn til þess að sækja leikmenn er nú lokaður. Vísir greindi frá því að Irene Guerrero, sem var hluti af heimsmeistaraliði Spánar, væri gengin í raðir Rauðu djöflanna. Hún var sjötti leikmaðurinn sem Man Utd sótti en áður hafði félagið samið við Evie Rabjohn, Gemma Evans, Geyse, Emma Watson og Hinata Miyazawa. Sú síðastnefnda var markahæst á HM. Það var þó ekki nóg en félagið hélt áfram að sækja leikmenn í gærkvöldi. Hin 26 ára gamla Gabbie George kom frá Everton þar sem hún hefur verið frá árinu 2014. Áður lék hún með yngri liðum Man United. Hún á að baki tvo A-landsleiki fyrir England. Markvörðurinn Phallon Tullis-Joyce, einnig 26 ára, kom frá OL Reign í Bandaríkjunum. Hún hafði áður leikið með Reims í Frakklandi sem og Miami Hurricanes í bandaríska háskólaboltanum. Hin 23 ára gamla Melvine Malard kom á láni frá Lyon í Frakklandi. Um er að ræða framherja sem hefur verið á mála hjá Lyon síðan 2014 en var lánuð til Fleury tímabilið 2019-2020. Hún á að baki 21 A-landsleik fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim sex mörk. Morning, Reds #MUWomen pic.twitter.com/3b119Juf9i— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 15, 2023 Alls hefur Man United því sótt níu leikmenn í sumar og ljóst að stefnan er að berjast við Chelsea um titlana á Englandi sem og að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en til þess þarf liðið að leggja París Saint-Germain að velli. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Vísir greindi frá því að Irene Guerrero, sem var hluti af heimsmeistaraliði Spánar, væri gengin í raðir Rauðu djöflanna. Hún var sjötti leikmaðurinn sem Man Utd sótti en áður hafði félagið samið við Evie Rabjohn, Gemma Evans, Geyse, Emma Watson og Hinata Miyazawa. Sú síðastnefnda var markahæst á HM. Það var þó ekki nóg en félagið hélt áfram að sækja leikmenn í gærkvöldi. Hin 26 ára gamla Gabbie George kom frá Everton þar sem hún hefur verið frá árinu 2014. Áður lék hún með yngri liðum Man United. Hún á að baki tvo A-landsleiki fyrir England. Markvörðurinn Phallon Tullis-Joyce, einnig 26 ára, kom frá OL Reign í Bandaríkjunum. Hún hafði áður leikið með Reims í Frakklandi sem og Miami Hurricanes í bandaríska háskólaboltanum. Hin 23 ára gamla Melvine Malard kom á láni frá Lyon í Frakklandi. Um er að ræða framherja sem hefur verið á mála hjá Lyon síðan 2014 en var lánuð til Fleury tímabilið 2019-2020. Hún á að baki 21 A-landsleik fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim sex mörk. Morning, Reds #MUWomen pic.twitter.com/3b119Juf9i— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 15, 2023 Alls hefur Man United því sótt níu leikmenn í sumar og ljóst að stefnan er að berjast við Chelsea um titlana á Englandi sem og að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en til þess þarf liðið að leggja París Saint-Germain að velli.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira