Segir það rangt að fólki hafi verið sagt að halda sig heima Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2023 07:46 Mikill fjöldi er við leit í Derna en alþjóðleg teymi virðast, samkvæmt erlendum miðlum, ekki partur af leitinni. Mikill fjöldi er talinn fastur undir rústum enn þó margir hafi horfið líka horfið með flóðunum út í haf þegar stíflurnar brustu. Vísir/EPA Íbúar í hafnarborginni Derna segjast engar viðvaranir hafa fengið áður en stormur skall á síðasta sunnudag. Allt að ellefu þúsund eru látin og þúsundir enn týnd. Embættismenn segjast hafa skipað rýmingu og varað fólk við. Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Othman Abdul Jalil, talsmaður ríkisstjórnar Líbíu í Benghazi, þvertekur fyrir ásakanir um að margir sem létust í flóðum í síðustu viku í kjölfar storms hafi verið sagt að halda sig heima. Íbúar í Derna hafa sagt blaðamönnum breska ríkisútvarpsins að þau hafi fengið misvísandi skilaboð frá þeim tveimur ólíku ríkisstjórnum sem starfandi eru í landinu um það hvenær þau hefðu átt að yfirgefa heimili sín og koma sér í skjól. Á vef AP segja íbúar svipaða sögu en þar segir að íbúar hafi í raun ekki vitað af hættu fyrr en þau heyrðu í stíflunum bresta. Tæp vika er frá hamfaraflóðunum í hafnarborginni Derna í Líbíu en tvær stíflur brustu í kjölfar storms sem gekk yfir austurhluta landsins á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram frá því að þær brustu um að viðhaldi hafi ekki verið sinnt nægilega vel og hefur verið kallað eftir ítarlegri rannsókn á því hvað gerðist. Mikilvægir innviðir eins og vegir og samskiptakerfi eyðilögðust í flóðunum sem hafa gert björgunaraðgerðir afar erfiðar. Talið er að allt frá sex til ellefu þúsund séu látin og þúsundir enn týnd. Borgarstjóri borgarinnar hefur varað við því að tala látinna gæti náð allt að 20 þúsund. Borgarstjórinn segist hafa skipað rýmingu þremur eða fjórum dögum fyrir flóðin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það að sögn fréttar BBC. Othman Abdul Jalil segir þetta ekki rétt og að hermenn hafi beðið fólk að fara en viðurkennir að fólk hafi mögulega ekki tekið viðvaranir þeirra alvarlega. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Ekki fleiri fjöldagrafir Alls bjuggu um hundrað þúsund í borginni fyrir hamfarirnar. Búið er að jarða um þúsund í fjöldagröfum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið yfirvöld að jarða ekki fleiri með þeim hætti. Það geti haft alvarleg andleg áhrif til langs tíma fyrir syrgjandi fjölskyldur. Fram kemur í umfjöllun BBC, sem er á vettvangi, að mikill fjöldi sé við leit og björgun í borginni en að alþjóðleg teymi virðist ekki vera partur af því. Vitnað er í talsmann Rauða Krossins sem segir það „martröð“ að samhæfa aðgerðir í landinu. Aðstæður eru erfiðar þar, og hafa verið í um áratug, vegna átaka. Tvær ríkisstjórnir eru starfandi í landinu, önnur í vestri og hin í austri. Aðeins önnur, sú í vestri, er viðurkennd alþjóðlega. Jens Laerke hjá Sameinuðu þjóðunum segir í samtali við BBC að þau reyni nú að koma í veg fyrir að önnur neyð taki við af flóðunum en mikil hætta er á að ýmsir sjúkdómar fari á kreik þegar erfitt er að gæta að hreinlæti. Þá líða margir vatns- og matarskort sem hafa misst heimili sín.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34 Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fleiri en tvö þúsund lík fundin eftir flóðin í Líbíu Björgunar- og leitarflokkar hafa fundið meira en tvö þúsund lík í rústum borgarinnar Dernu í austanverðri Líbíu. Yfirvöld óttast að tala látinna gæti náð fimm þúsund þegar uppi er staðið. 13. september 2023 08:34
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12. september 2023 14:56