Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2023 15:13 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST. Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST.
Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55
Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01
Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01