Nýkomin með leiðsöguhund og á leið í formannsslag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2023 00:19 Rósa María Hjörvar með leiðsöguhundinum Alex. Vísir/Vilhelm Það er skammt stórra högga á milli hjá Rósu Maríu Hjörvar, bókmenntafræðingi og varaformanni Blindrafélagsins. Hún fékk nýlega leiðsöguhund í fyrsta skipti og er í framboði til formanns Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum á aðalfundi bandalagsins þann 6. október næstkomandi eftir sex ára setu. Þær Rósa María Hjörvar og Alma Ýr Ingólfsdóttir hafa boðið sig til formanns fram svo það stefnir allt í æsispennandi formannsslag. Vísir ræddi við Ölmu í ágúst og nú við Rósu Maríu sem greindi ekki bara frá stefnumálum sínum heldur líka ákveðnum tímamótum í lífi sínu. „Engin hallarbylting á leiðinni“ Rósa María er varaformaður Blindrafélagsins og hefur verið formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins og setið í stjórn bandalagsins. Hún er ánægð með þá stefnu sem hefur verið mótuð innan bandalagsins undanfarin ár og vill halda áfram þeirri góðu siglingu. Rósa María Hjörvar vill viðhalda góðu innra starfi ÖBÍ.Vísir/Vilhelm Hvað kemur til að þú býður þig fram? „Ég hef undanfarin tíu ár unnið í kringum, með og í ÖBÍ og hef verið mjög ánægð með Þuríði Hörpu og þá stefnu sem hún hefur mótað innan bandalagsins. Þegar mér var ljóst að hún væri að fara þá langaði mig til þess að stökkva til og tryggja að bandalagið héldi áfram á góðri siglingu,“ segir Rósa María. „Það er engin hallarbylting á leiðinni. Það er búið að gera ótrúlega flotta breytingar á innra starfi bandalagsins og nú er það eins öflugt og það getur verið til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan,“ segir hún jafnframt. Leggur áherslu á innra starf, máltækni og kjaramál Rósa María segist leggja áherslu á þrjú atriði í framboði sínu til formanns: innra starfið, máltækni og kjaramálin. „Mér finnst mjög mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem hefur verið í innra starfinu í bandalaginu. Þetta eru regnhlífarsamtök 40 félaga sem eru með mjög ólíkar áherslur,“ segir Rósa. Mikilvægt sé að bandalagið stuðli að því að lyfta innra starfinu og geri það sýnilegt. Í öðru lagi vill Rósa sjá ÖBÍ setja mark sitt á þá hröðu tækniþróun sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni og fái að sitja við borðið þegar verið er að hanna stafræna velferðarþjónustu eða aðra máltækni „Alþjóðlega er talað um að fjórða iðnbyltingin átti að verða til þess að jaðarsettir hópar fengju aðgengi að samfélaginu. Það var stóri draumurinn, um að þetta myndi opna samfélagið og gefa fólki sem er með fötlun, eða sem er jaðarsett af öðrum ástæðum, tækifæri til þess að vera þátttakendur,“ segir Rósa „Í stað þess er þetta orðið að því að hvít millistétt eigi auðveldara með að panta sér pizzu. Það var ekki alveg pælingin,“ segir hún. Rósa María segir að fjórða iðnbyltingin hafi ekki verið hugsuð til að auðvelda millistétt að panta sér pizzu. Það þurfi að taka meiri mannréttindavinkil inn í máltæknina.Vísir/Vilhelm „Það þarf að taka mannréttindavinkilinn miklu sterkar inn. Það er frábært að maður geti pantað sér mat en ef þessi tækni er þróuð rétt myndi þetta opna vinnumarkaðinn fyrir fötluðu og langveiku fólki á allt annan hátt. Við þurfum að hugsa þetta aðeins öðruvísi og frekar út frá mannréttindum en viðskiptalífinu.“ „Það þriðja er þetta elífa og hundleiðinlega sem er svo áríðandi að hnekkja á, það er fjárhagsleg staða þeirra sem eru á bótum. Hún er ömurleg og hún er ekki að skána í þessari verðbólgu.“ „Við höfum rétt hangið í vísitöluhækkunum og þá alltaf lægstu viðmiðum og það er algjörlega óboðlegt. Það varð mikil tekjuskerðing í Hruninu og hún hefur aldrei verið leiðrétt. Þetta var slæmt en þetta er orðið hræðilegt. Þetta er það lítill hópur og það mikil grundvallarréttindi, að maður geti séð fyrir sér ef maður hefur ekki aðgang að vinnumarkaði.“ Getur loksins gengið um alla borg Formannsframboðið er ekki eina stóra fréttin í lífi Rósu þessa dagana heldur hún fékk nýverið leiðsöguhund í fyrsta skipti. Hann heitir Alex og er mikil lífsgæaðaaukning. Þetta hlýtur að vera tilbreyting? „Það er alveg æðislegt. Nú get ég labbað um allt alveg eins og ég vil,“ segir hún. En þarf maður sjálfur ekki að venjast svona hundum? „Þeir eru keyptir af Blindrafélaginu og svo er þeim úthlutað af Sjónstöðinni og það fylgir hundaþjálfari með. Og það á sér svona samþjálfun sér stað og maður lærir að vera í samskiptum við þá,“ segir hún. „Þetta er rosalega mikill munur af því það er svo mikið öryggi sem fylgir þessu. Sérstaklega fyrir mig sem elskar að labba þvera Reykjavík. Það er svo ógeðslega mikið af drasli og hjólum á gangstéttum. Hann sneiðir bara fram hjá því. Svo erum við meira að segja að fara að hlaupa saman.“ Það styttist í aðalfund Öryrkjabandalagsins sem er 6. október næstkomandi og segist Rósa spennt fyrir bæði fundinum og starfinu sem er framundan. „Ég er búin að vera að fara núna og hitta ótrúlega mikið af félögum og kynnast allri þeirri starfsemi sem er. Ég er mjög spennt fyrir fundinum og starfinu og vona að ég nái að sannfæra aðra um ágæti mitt,“ segir hún að lokum. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. 14. ágúst 2023 13:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum á aðalfundi bandalagsins þann 6. október næstkomandi eftir sex ára setu. Þær Rósa María Hjörvar og Alma Ýr Ingólfsdóttir hafa boðið sig til formanns fram svo það stefnir allt í æsispennandi formannsslag. Vísir ræddi við Ölmu í ágúst og nú við Rósu Maríu sem greindi ekki bara frá stefnumálum sínum heldur líka ákveðnum tímamótum í lífi sínu. „Engin hallarbylting á leiðinni“ Rósa María er varaformaður Blindrafélagsins og hefur verið formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins og setið í stjórn bandalagsins. Hún er ánægð með þá stefnu sem hefur verið mótuð innan bandalagsins undanfarin ár og vill halda áfram þeirri góðu siglingu. Rósa María Hjörvar vill viðhalda góðu innra starfi ÖBÍ.Vísir/Vilhelm Hvað kemur til að þú býður þig fram? „Ég hef undanfarin tíu ár unnið í kringum, með og í ÖBÍ og hef verið mjög ánægð með Þuríði Hörpu og þá stefnu sem hún hefur mótað innan bandalagsins. Þegar mér var ljóst að hún væri að fara þá langaði mig til þess að stökkva til og tryggja að bandalagið héldi áfram á góðri siglingu,“ segir Rósa María. „Það er engin hallarbylting á leiðinni. Það er búið að gera ótrúlega flotta breytingar á innra starfi bandalagsins og nú er það eins öflugt og það getur verið til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan,“ segir hún jafnframt. Leggur áherslu á innra starf, máltækni og kjaramál Rósa María segist leggja áherslu á þrjú atriði í framboði sínu til formanns: innra starfið, máltækni og kjaramálin. „Mér finnst mjög mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem hefur verið í innra starfinu í bandalaginu. Þetta eru regnhlífarsamtök 40 félaga sem eru með mjög ólíkar áherslur,“ segir Rósa. Mikilvægt sé að bandalagið stuðli að því að lyfta innra starfinu og geri það sýnilegt. Í öðru lagi vill Rósa sjá ÖBÍ setja mark sitt á þá hröðu tækniþróun sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni og fái að sitja við borðið þegar verið er að hanna stafræna velferðarþjónustu eða aðra máltækni „Alþjóðlega er talað um að fjórða iðnbyltingin átti að verða til þess að jaðarsettir hópar fengju aðgengi að samfélaginu. Það var stóri draumurinn, um að þetta myndi opna samfélagið og gefa fólki sem er með fötlun, eða sem er jaðarsett af öðrum ástæðum, tækifæri til þess að vera þátttakendur,“ segir Rósa „Í stað þess er þetta orðið að því að hvít millistétt eigi auðveldara með að panta sér pizzu. Það var ekki alveg pælingin,“ segir hún. Rósa María segir að fjórða iðnbyltingin hafi ekki verið hugsuð til að auðvelda millistétt að panta sér pizzu. Það þurfi að taka meiri mannréttindavinkil inn í máltæknina.Vísir/Vilhelm „Það þarf að taka mannréttindavinkilinn miklu sterkar inn. Það er frábært að maður geti pantað sér mat en ef þessi tækni er þróuð rétt myndi þetta opna vinnumarkaðinn fyrir fötluðu og langveiku fólki á allt annan hátt. Við þurfum að hugsa þetta aðeins öðruvísi og frekar út frá mannréttindum en viðskiptalífinu.“ „Það þriðja er þetta elífa og hundleiðinlega sem er svo áríðandi að hnekkja á, það er fjárhagsleg staða þeirra sem eru á bótum. Hún er ömurleg og hún er ekki að skána í þessari verðbólgu.“ „Við höfum rétt hangið í vísitöluhækkunum og þá alltaf lægstu viðmiðum og það er algjörlega óboðlegt. Það varð mikil tekjuskerðing í Hruninu og hún hefur aldrei verið leiðrétt. Þetta var slæmt en þetta er orðið hræðilegt. Þetta er það lítill hópur og það mikil grundvallarréttindi, að maður geti séð fyrir sér ef maður hefur ekki aðgang að vinnumarkaði.“ Getur loksins gengið um alla borg Formannsframboðið er ekki eina stóra fréttin í lífi Rósu þessa dagana heldur hún fékk nýverið leiðsöguhund í fyrsta skipti. Hann heitir Alex og er mikil lífsgæaðaaukning. Þetta hlýtur að vera tilbreyting? „Það er alveg æðislegt. Nú get ég labbað um allt alveg eins og ég vil,“ segir hún. En þarf maður sjálfur ekki að venjast svona hundum? „Þeir eru keyptir af Blindrafélaginu og svo er þeim úthlutað af Sjónstöðinni og það fylgir hundaþjálfari með. Og það á sér svona samþjálfun sér stað og maður lærir að vera í samskiptum við þá,“ segir hún. „Þetta er rosalega mikill munur af því það er svo mikið öryggi sem fylgir þessu. Sérstaklega fyrir mig sem elskar að labba þvera Reykjavík. Það er svo ógeðslega mikið af drasli og hjólum á gangstéttum. Hann sneiðir bara fram hjá því. Svo erum við meira að segja að fara að hlaupa saman.“ Það styttist í aðalfund Öryrkjabandalagsins sem er 6. október næstkomandi og segist Rósa spennt fyrir bæði fundinum og starfinu sem er framundan. „Ég er búin að vera að fara núna og hitta ótrúlega mikið af félögum og kynnast allri þeirri starfsemi sem er. Ég er mjög spennt fyrir fundinum og starfinu og vona að ég nái að sannfæra aðra um ágæti mitt,“ segir hún að lokum.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. 14. ágúst 2023 13:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. 14. ágúst 2023 13:48