Blackrock eignast yfir fimmtungshlut eftir niðurfellingu á milljarða skuldum
![Svínn Johan Dennelind, sem er í forsvari fyrir félagið Iceland Star Property sem hefur eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings, og Jón Ólafsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins. Þeir feðgararnar Jón og Kristján eiga sæti í níu manna stjórn félagsins.](https://www.visir.is/i/8817EF31350C2ECE6043B14454277A2EBFC8AC5E319A3AC6AFE1D420E68B9087_713x0.jpg)
Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/A47C79FC9A806246F6DBDDE878ACC7DF64B90161155AF31D1BDC07D8D688DE33_308x200.jpg)
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings
Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings.
![](https://www.visir.is/i/AF9918FF96A32E422ED27F87C4AC259189228C5338AAA05ABFBAC692A68B5778_308x200.jpg)
Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum
Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.