Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2023 11:54 Vilhjálmur Birgisson viðurkennir fúslega að hann hafi fram til þessa verið stuðningsmaður íslensku krónunnar en nú sé það búið, krónan er komin á endastöð og kostar almenning um 200 milljarða árlega. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. Vilhjálmur skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir að ekki sé lengur hægt að horfa upp á afleiðingar af okurvöxtum, verðtryggingu og fákeppni sem bitni ætíð á neytendum og heimilum þessa lands. „Íslenskir neytendur og heimili þurfa að fá svör frá virtum og erlendum óháðum aðilum hvort íslenska krónan sé sú sem veldur þessum þjáningum sem neytendur og heimili hafa þurft að þola nú um áratugaskeið.“ Þetta er til marks um viðhorfsbreytingu hjá Vilhjálmi en hann hefur fram til þessa verið stuðningsmaður krónunnar. Það er búið. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef verið talsmaður íslensku krónunnar en nú hef ég skipt um skoðun enda kominn á endastöð með að verja krónuna enda er margt sem bendir til þess að þessi örmynt okkar eigi stóran þátt í þessum miklu efnahagslegu sveiflum. Sveiflum sem ætíð bitna á hinum almenna neytanda og heimilunum í formi okurvaxta, verðtryggingar og fákeppni á öllum sviðum.“ Vilhjálmur segir að nú sé komið á endastöð með krónuna sem kosti neytendur og heimilin um eða yfir 200 milljarða árlega. „Á Íslandi eru margir gjaldmiðlar í gangi, mörgum stórfyrirtækjum dettur ekki til hugar að gera upp í krónum og gera því upp í erlendum gjaldmiðlum og hafa jú aðgengi að erlendu lánsfé á mun betri kjörum. Síðan er það verðtryggða krónan sem er jú einn sterkast gjaldmiðill í heimi en hann gagnast þeim efnameiri og fjármálakerfinu. Síðan er það íslenska krónan sem almenningi er gert að nota eingöngu og við þekkjum hvaða afleiðingar hún getur haft á neytendur og heimili.“ Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Vilhjálmur skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir að ekki sé lengur hægt að horfa upp á afleiðingar af okurvöxtum, verðtryggingu og fákeppni sem bitni ætíð á neytendum og heimilum þessa lands. „Íslenskir neytendur og heimili þurfa að fá svör frá virtum og erlendum óháðum aðilum hvort íslenska krónan sé sú sem veldur þessum þjáningum sem neytendur og heimili hafa þurft að þola nú um áratugaskeið.“ Þetta er til marks um viðhorfsbreytingu hjá Vilhjálmi en hann hefur fram til þessa verið stuðningsmaður krónunnar. Það er búið. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hef verið talsmaður íslensku krónunnar en nú hef ég skipt um skoðun enda kominn á endastöð með að verja krónuna enda er margt sem bendir til þess að þessi örmynt okkar eigi stóran þátt í þessum miklu efnahagslegu sveiflum. Sveiflum sem ætíð bitna á hinum almenna neytanda og heimilunum í formi okurvaxta, verðtryggingar og fákeppni á öllum sviðum.“ Vilhjálmur segir að nú sé komið á endastöð með krónuna sem kosti neytendur og heimilin um eða yfir 200 milljarða árlega. „Á Íslandi eru margir gjaldmiðlar í gangi, mörgum stórfyrirtækjum dettur ekki til hugar að gera upp í krónum og gera því upp í erlendum gjaldmiðlum og hafa jú aðgengi að erlendu lánsfé á mun betri kjörum. Síðan er það verðtryggða krónan sem er jú einn sterkast gjaldmiðill í heimi en hann gagnast þeim efnameiri og fjármálakerfinu. Síðan er það íslenska krónan sem almenningi er gert að nota eingöngu og við þekkjum hvaða afleiðingar hún getur haft á neytendur og heimili.“
Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira