„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:11 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. „Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
„Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira