„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ Hinrik Wöhler skrifar 24. september 2023 17:17 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. „Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur KR Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
„Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira