Pabbi Ramsdales skaut fast á Carragher: „Til skammar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2023 08:00 Jamie Carragher snerti viðkvæma taug hjá föður Aarons Ramsdale. vísir/getty Faðir Aarons Ramsdale, markvarðar Arsenal, var ekki sáttur við ummæli Jamies Carragher, sparkspekings á Sky Sports, um son sinn. Ramsdale hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Davids Raya. Spánverjinn hefur byrjað síðustu þrjá leiki Arsenal og stóð milli stanganna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. Í kjölfar þess að Raya varði frábærlega frá Brennan Johnson í fyrri hálfleik beindust myndavélarnar að Ramsdale sem klappaði fyrir spænska markverðinum og brosti. Carragher gerði viðbrögð Ramsdales að umtalsefni eftir leikinn og gerði grín að þeim. „Mér fannst þetta vera eins og á Óskarsverðlaununum þegar einhver vinnur ekki og klappar fyrir og brosir fyrir sigurvegaranum. Ég hló þegar ég sá þetta. Hann var í alvöru miður sín yfir þessu,“ sagði Carragher. Þessi ummæli gömlu Liverpool-hetjunnar fóru ekki vel í föður Ramsdales, Nick, sem lét Carragher heyra það á Twitter. „Þú ert til skammar!! Sýndu smá klassa!! Strákurinn minn gerði það,“ skrifaði pabbinn. Fyrir viðureignina gegn Spurs sagðist Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa ákveðið að nota Raya vegna þess hvernig hann vildi spila í leiknum. Arteta hefur áður sagt að hann ætli að skipta leikjum á milli Rayas og Ramsdales. Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex umferðir. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Ramsdale hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Davids Raya. Spánverjinn hefur byrjað síðustu þrjá leiki Arsenal og stóð milli stanganna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. Í kjölfar þess að Raya varði frábærlega frá Brennan Johnson í fyrri hálfleik beindust myndavélarnar að Ramsdale sem klappaði fyrir spænska markverðinum og brosti. Carragher gerði viðbrögð Ramsdales að umtalsefni eftir leikinn og gerði grín að þeim. „Mér fannst þetta vera eins og á Óskarsverðlaununum þegar einhver vinnur ekki og klappar fyrir og brosir fyrir sigurvegaranum. Ég hló þegar ég sá þetta. Hann var í alvöru miður sín yfir þessu,“ sagði Carragher. Þessi ummæli gömlu Liverpool-hetjunnar fóru ekki vel í föður Ramsdales, Nick, sem lét Carragher heyra það á Twitter. „Þú ert til skammar!! Sýndu smá klassa!! Strákurinn minn gerði það,“ skrifaði pabbinn. Fyrir viðureignina gegn Spurs sagðist Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa ákveðið að nota Raya vegna þess hvernig hann vildi spila í leiknum. Arteta hefur áður sagt að hann ætli að skipta leikjum á milli Rayas og Ramsdales. Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex umferðir.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
„Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00