Skýrslutökur hefjast í veislusal Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 09:13 Lögmennirnir í málinu eru jafn margir og þeir ákærðu, 25 talsins. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaðarins fóru í dreifingu fljótlega eftir að árásin var framin, eftir að lögregluþjónn lak þeim úr málaskráningarkerfi lögreglunnar. Þar sjást mennirnir vaða inn í herbergi í kjallara Bankastrætis 5 og ráðast að þremur sem þar voru inni. Myndskeið af árásinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Tíu sakborningar eru ákærðir fyrir að veitast að mönnunum með höggum og spörkum og fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni. Í því felst að hafa ruðst inn á staðinn, verið inni í húsnæðinu á meðan árásinnni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá og veitt árásarmönnunum liðsinni. Játaði að hafa stungið tvo Meirihluti mannanna neitaði sök í málinu þegar það var þingfest í hollum í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Sá sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps játaði upphaflega að hafa stungið þrjá en ekki ætlað sér að myrða þá. Hann breytti síðar afstöðu sinni til sakargifta og sagðist aðeins hafa stungið tvo. Þá höfnuðu mennirnir flestir bótaskyldu í málinu en mennirnir þrír sem urðu fyrir árásinni kröfðust þess að árásarmennirnir yrðu dæmdir til þess að greiða þeim óskipt fimm milljón krónur hverjum í miskabætur auk skaðabóta vegna fjártjóns. Mikil viðvera lögreglu Sem áður segir verður mikill fjöldi fólks viðstaddur aðalmeðferðina og því fer hún fram í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Í frétt Rúv um aðalmeðferðina segir að starfsmenn Héraðsdóms Reykjavíkur hafi undanfarna daga unnið að því að undibúa veislusalinn fyrir þinghald. Það hafi verið nokkuð flókin vinna þar sem nauðsynlegt sé að uppfylla skilyrði laga um meðferða sakamála um upptöku í hljóði og mynd. Þá verði lögregla með aukna viðveru við dómasalinn tímabundna og óheimilt verði að fara með bakpoka inn í salinn.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27