Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Sunna Sæmundsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 25. september 2023 21:01 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, kallar eftir reglugerð um notkun fylliefna. vísir/Vilhelm Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið. Kompás Lýtalækningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Fegrunarmeðferðir sem felast í að fylliefnum er sprautað í andlit eða varir njóta sívaxandi vinsælda. Læknir sem lagfærir reglulega mistök sem hafa verið gerð við meðferðina bendir á að fylliefnið sé verksmiðjuframleitt gel sem geti verið mjög varasamt. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Þrátt fyrir þetta gilda engar reglur um notkunina og er meðferðin ýmist í boði hjá læknum sem eru undir eftirliti landlæknis, hjá ófaglærðu fólki á snyrtistofum - og jafnvel í heimahúsum. „Í nágrannalöndum sem við viljum nú oft bera okkur saman við, það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk, þar eru strangar reglugerðir um það hverjir mega sprauta. Það er þá þannig að það eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér. Eru einhver viðurlög við þessu? Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Hýalúronídasi er undanþágulyf sem einungis læknar mega nota. Það er samt sem áður víða í notkun á snyrtistofum og hjá ófaglærðu fólki.vísir Fólk að missa hluta af andlitinu Stór ástæða þess að strangar reglur hafa sums staðar verið settar er sú að grípa þarf tafarlaust inn í þegar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er notað efni sem heitir Hýalúrónídasi til leysa upp fyllinguna en það er undanþágulyf sem eingunis læknar mega nota. Þrátt fyrir þetta er efnið víða í dreifingu og notað af fóki sem hefur enga heimild til þess - líkt og símtöl, sem er nánar greint frá í Kompás, sýna fram á. Ef ekkert er gert? Gætum við séð dauðsfall? Hversu langt getur þetta gengið? ,,Já að sjálfsögðu. Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi, hver sem er getur sprautað, fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna. Það eru aðilar að koma til læknis og búnir að missa hluta af andlitinu. Drep komið af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáranlegt,“ segir Jenna. Í Kompás er fjallað um fylliefnabransann á Íslandi þar sem ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki - og rætt við Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kompás var sýndur að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld og verður aðgengilegur á Vísi í fyrramálið.
Kompás Lýtalækningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira