Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2023 21:15 Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent