Hlær bara að hrútskýringum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Tónlistar- og fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að sjá allt viðtalið við Gugusar í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: KÚNST - Gugusar Guðlaug Sóley er nítján ára í dag og byrjaði ung í bransanum. Aðspurð hvort hún lendi í því að vera ekki tekið alvarlega svarar hún: „Það gerist alveg. Kannski ekki oft, eða jú þetta gerist of oft. Það er alltaf svolítið erfitt að tala um þetta. Ég fann mikið fyrir því þegar ég var yngri sérstaklega, þá var ég enn yngri kona í tónlist og þá var mjög mikið um þetta. Ég hélt nefnilega að þetta væri bara eðlilegt þangað til ég var orðin aðeins eldri og þá fór fólk að segja við mig að þetta væri ekki eðlilegt. Það á ekki að koma svona fram við þig.“ „Hringi bara í mömmu og hlæ“ Hún segir ákveðna uppljómun hafa átt sér stað í kjölfarið. Hrútskýringarnar svokölluðu geta verið alls konar, þar sem ákveðnir tækni- og hljóðmenn halda jafnvel að hún viti ekki hvað hún er að gera. „Hvernig ég á að syngja í míkrafón og tengja allt. Stundum er líka ekki hlustað á mig þegar ég bið um eitthvað. En ég hringi bara í mömmu og hlæ að þessu með henni.“ Guðlaug Sóley, eða Gugusar, segir best að hlæja bara að hrútskýringunum.Vísir/Vilhelm „Lít ég þá ekki út fyrir að geta pródúserað?“ Konur eru í auknum mæli að fá pláss sem pródúserar í tónlistarheiminum og segir Gugusar að hún viti af mörgum sem eru í slíku starfi. „Það er bara spurning hvort þær séu að fá sömu athygli og karlar sem eru að pródúsera.“ Þá segist hún upplifa það að fólk trúi því ekki alltaf að hún semji allt sjálf og pródúseri. „Ég reyni að taka því bara sem hrósi. En svo á sama tíma hugsa ég bara bíddu ef þú horfir á mig lít ég þá ekki út fyrir að geta pródúserað? Þetta er ótrúlega steikt pæling en ég nenni ekki að vera að hugsa of mikið um þetta. Ég bara held áfram að gera það sem ég er að gera.“ Semur fyrir Þjóðleikhúsið Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Gugusar sem er meðal annars að semja leikhústónlist fyrir verkið Orð gegn orði sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember. „Þetta er stórt skref sem ég er að taka. Ég hef samið fyrir myndlistarsýningar áður en ekki svona heila leiksýningu. Ég er svolítið að hoppa út í djúpu laugina en það er bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega spennt, þetta er þung sýning, miklar tilfinningar og krefjandi en mjög skemmtilegt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Tónlist Menning Tengdar fréttir Heillaðist af eyðileggingunni „Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 21. september 2023 07:01 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 „Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hægt er að sjá allt viðtalið við Gugusar í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: KÚNST - Gugusar Guðlaug Sóley er nítján ára í dag og byrjaði ung í bransanum. Aðspurð hvort hún lendi í því að vera ekki tekið alvarlega svarar hún: „Það gerist alveg. Kannski ekki oft, eða jú þetta gerist of oft. Það er alltaf svolítið erfitt að tala um þetta. Ég fann mikið fyrir því þegar ég var yngri sérstaklega, þá var ég enn yngri kona í tónlist og þá var mjög mikið um þetta. Ég hélt nefnilega að þetta væri bara eðlilegt þangað til ég var orðin aðeins eldri og þá fór fólk að segja við mig að þetta væri ekki eðlilegt. Það á ekki að koma svona fram við þig.“ „Hringi bara í mömmu og hlæ“ Hún segir ákveðna uppljómun hafa átt sér stað í kjölfarið. Hrútskýringarnar svokölluðu geta verið alls konar, þar sem ákveðnir tækni- og hljóðmenn halda jafnvel að hún viti ekki hvað hún er að gera. „Hvernig ég á að syngja í míkrafón og tengja allt. Stundum er líka ekki hlustað á mig þegar ég bið um eitthvað. En ég hringi bara í mömmu og hlæ að þessu með henni.“ Guðlaug Sóley, eða Gugusar, segir best að hlæja bara að hrútskýringunum.Vísir/Vilhelm „Lít ég þá ekki út fyrir að geta pródúserað?“ Konur eru í auknum mæli að fá pláss sem pródúserar í tónlistarheiminum og segir Gugusar að hún viti af mörgum sem eru í slíku starfi. „Það er bara spurning hvort þær séu að fá sömu athygli og karlar sem eru að pródúsera.“ Þá segist hún upplifa það að fólk trúi því ekki alltaf að hún semji allt sjálf og pródúseri. „Ég reyni að taka því bara sem hrósi. En svo á sama tíma hugsa ég bara bíddu ef þú horfir á mig lít ég þá ekki út fyrir að geta pródúserað? Þetta er ótrúlega steikt pæling en ég nenni ekki að vera að hugsa of mikið um þetta. Ég bara held áfram að gera það sem ég er að gera.“ Semur fyrir Þjóðleikhúsið Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Gugusar sem er meðal annars að semja leikhústónlist fyrir verkið Orð gegn orði sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember. „Þetta er stórt skref sem ég er að taka. Ég hef samið fyrir myndlistarsýningar áður en ekki svona heila leiksýningu. Ég er svolítið að hoppa út í djúpu laugina en það er bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega spennt, þetta er þung sýning, miklar tilfinningar og krefjandi en mjög skemmtilegt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Tónlist Menning Tengdar fréttir Heillaðist af eyðileggingunni „Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 21. september 2023 07:01 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 „Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heillaðist af eyðileggingunni „Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 21. september 2023 07:01
Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01
Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00
„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01
„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“ Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr. 23. nóvember 2022 06:01