Lífið

Andrés og Ása Laufey eignuðust stelpu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Andrés og Ása Laufey deila miklum áhuga á ferðalögum, sérstaklega til Ítalíu.
Andrés og Ása Laufey deila miklum áhuga á ferðalögum, sérstaklega til Ítalíu.

Ríkidæmi hjónanna Andrésar Jónssonar almannatengils hjá Góðum samskiptum og Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur prests meðal innflytjenda er orðið risastórt. Fjölgað hefur í fjölskyldunni.

Andrés og Ása Laufey greina frá því á Facebook að þeim hafi fæðst stúlkubarn.

„Við erum ofsalega glöð að vera búin að fá stelpuna okkar í heiminn. Hún er lítil en sterk og þegar orðin miðdepill tilverunnar,“ segir í færslu hjónanna á Facebook.

Andrés og Ása Laufey kynntust árið 2016 og giftu sig sama ár með leynd á Búðum á Snæfellsnesi. Ári síðar héldu þau brúðkaupsveislu með vinum og vandamönnum. Þau eru búsett í vesturbænum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.