Eltir gamlan draum og lætur skallann ekki stoppa sig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. september 2023 20:00 Ási skráði sig í hárgreiðslunám og lét gamlan draum verða að veruleika. Ásgrímur Geir Logason, leikari og hlaðvarpsstjórnandi Betri Helmingsins, lét gamlan draum rætast þegar hann skráði sig í hárgreiðslunám hjá Hárakademíunni í september. „Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin. Tímamót Hár og förðun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað svolítið í mér frá því maður var að velja sér framhaldsskóla hérna í denn en ákvað þá að fara hefðbundnu leiðina í stúdentinn,“ segir Ási eins og hann er iðulega kallaður. Hann segir námið leggjast vel í sig. Námið fer vel af stað að sögn Ása.Ási „Þetta er bara búið að vera mánuður en mér finnst allt mjög skemmtilegt. Ég hélt að ég myndi frekar vera í herraklippingunum en er ansi lunkinn í skvísuklippingunum líka. Við höfum nú þegar verið að rótarlita og læra að fade-a,“ segir Ási. Hann útskýrir að fade er klipping á stuttu hári þar sem gætt er að því að láta hárið verða jafnt en ekki í stalli. Ási er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur ásamt því að halda úti leik- og sönglistarnámskeiðum fyrir börn. Hann fór með hlutverk í hinu geysivinsæla barnaleikriti Langelstur að eilífu, eftir samnefndri bók Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í fyrra. Gamall félagi innsblástur Að sögn Ása ákvað hann að elta drauminn þegar hann gat stjórnað eigin vinnutíma. „Ég stjórna tímanum mínum sjálfur og get unnið eftir fjögur og þannig. Námið er mikil skuldbinding vegna viðveru þar sem við erum í ákveðnu hraðferðsnámi,“ segir Ási sem er þegar kominn á fullt skrið í vettvangsnám á stofu. Ási ásamt frænda sínum Jonna.Ási „Ég er hjá Herramönnum í Hamraborg þar sem gamall félagi minn starfar. Hann tók sömu u-beygju og ég í lífinu og má segja að hann hafi verið mér ákveðinn innblástur að stökkva út í djúpu laugina eftir að hafa sagt skilið við viðskiptageirann. Spurður hvort hárgreiðslan hafi áhrif á traust fólks segir Ási hann ekki hafa áhyggjur af því. Ánægðir með afraksturinn.Ási „Ég nota allan minn sannfæringarmátt þegar fólk sest í stólinn hjá sköllóttum hárgreiðslumanni,“ segir hann og hlær: „Eins og einhver sagði: Byrjið að fá þá sem elska ykkur mest, þau fyrirgefa ykkur mistökin,“ segir Ási léttur í lokin.
Tímamót Hár og förðun Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira