VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 10:00 Luis Diaz skoraði fyrsta mark leiks Liverpool og Tottenham í gær en það var dæmt af. Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45