Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 10:44 Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er í kjörstöðu eftir kosningarnar. AP/Darko Bandic Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira