Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2023 20:05 Atli Lilliendahl við skiltið þar sem sjá má hvernig lóðunum í nýja hverfinu verður raðað upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira