Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2023 09:01 Mohamed Salah og félagar í Liverpool töpuðu sínum fyrsta leik um helgina en þótti á sér brotið. Getty/Ryan Pierse Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira