Lífið

Hönnuðu himneska íbúð í Garðabænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristmundur elskar flókin verkefni.
Kristmundur elskar flókin verkefni.

Kristmundur Eggertsson elskar að taka til hendinni og jafnvel vinna að flóknum verkefnum heima fyrir.

Í síðasta þætti af Bætt um betur var fylgst með hvernig Kristmundur fékk aðstoð frá Hönnu Stínu og Ragnari við innanhússhönnun á einstaklega fallegri íbúð í Urriðarholtinu í Garðabænum.

Þau hjónin, Kristmundur og Helen, höfðu nýverið selt stórt einbýlishús, minnkað við sig og munu búa í íbúðinni þar til þau fara á Grund eins og Kristmundur sagði sjálfur í þættinum.

Í þáttunum aðstoða innanhússarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna Stína fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.

Útkoman hjá Hönnu Stínu og Ragnari að þessu sinni ótrúlega vel heppnuð og var heldur betur vandað til verka og hugað að hverju smáatriði.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Hönnuðu himneska íbúð í Garðabænum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.