Um er að ræða raunveruleikaþætti á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Hver þáttur hefur sitt þema sem reynir á tækni og sköpunargáfu keppenda.
Marín Manda er umsjónarmaður þáttanna en dómarar í hverri viku eru þau Ísak Freyr og Harpa Káradóttir.
Í síðasta þætti sagði Sigurveig Þórmundsdóttir frá því hvaðan hún sótti innblástur fyrir förðun sína í einni áskoruninni.
Orðið sem hún vann með var óstöðvandi og tengir hún það við allar þær konur sem hafa verið í kringum hana á lífsleiðinni og þá sérstaklega amma hennar en frásögn Sigurveigar var magnþrunginn og brotnaði hún sjálf niður þegar hún talaði um ömmu sína sem er í dag fallin frá.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.