Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 20:37 Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Þjóðverjarnir grófu stærðarinnar holu í slóðann til þess að skorða dekk, sem var svo notað sem akkeri. Vísir Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. „Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira