Fékk nóg eftir að hafa nauðungarmatað einstakling Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 09:25 Flosi Þorgeirsson hefur bæði reynslu af því að starfa á geðdeild á Íslandi og í Danmörk auk þess sem hann hefur sjálfur leitað sér þar aðstoðar. Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður segir mikinn mun vera á rétti sjúklinga á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. „Ef það var eitthvað inngrip, ef við vorum til dæmis að óla sjúkling sem var hættulegur öðrum eða sjálfum sér, óla hann við rúmið, þá var það ekki gert með hangandi hendi. Það var tekið mjög alvarlega, af því að þetta voru inngrip inn í persónulega frelsi þess einstaklings,“ segir Flosi um tímann sem hann starfaði sem sjúkraliði á geðdeild í Danmörku. Hann hefur reynslu af því að starfa sem ófaglærður á geðdeild hér á landi en einnig sem faglærður í Danmörku og á Íslandi. Flosi hefur jafnframt notendareynslu en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi. Í viðtalinu segir hann frá dæmum sem benda til þess að hér á landi sé ekki verið að gera hlutina nógu vel og þar kemur einnig fram að brotið sé á mannréttindum fólks í geðheilbrigðiskerfinu. Hvetja almenning til að taka þátt Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Í tilkynningu Geðhjálpar segir að á þann hátt gefist fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Sjúklingar beittir ofbeldi á Íslandi Flosi segir að það sé gríðarlegur munur á því hvernig sjúklingar séu meðhöndlaðir á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörku hafi strangar reglur gilt um slíkt. „Um leið og læknirinn tilkynnti honum að ástandið væri nú bara þannig að við verðum að grípa til þessara neyðarráðstafana en þú átt rétt á að tala við patientfortaler, sem er umboðsmaður sjúklinga og kæra þetta, ef þú ert ósáttur við þetta,“ segir Flosi. „Þetta var allt öðruvísi hér á Íslandi. Þar beittum við alveg ofbeldi og inngripi og það var enginn spurður um neitt. Þetta hafði greinilega alltaf verið gert svona og það var bara talið nauðsynlegt. Sérstaklega man ég eftir því að hafa nauðungarbaðað einstakling bæði í Danmörku og á Íslandi og munurinn var bara eins mikill og hann getur framast orðið.“ Upplifir mikla goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsfólks Flosi lýsir því að í Danmörku hafi hann sem sjúkraliði á geðdeild verið gert að vera tengiliður eins sjúklings. Þannig hafi hann fengið aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. „Ég kynni mér sjúkrasögu hans, fæ að lesa hana, sem sjúkraliðar hér á landi fá alls ekki. Kynni mér hvaða lyfjum hann er á, sem sjúkraliðar hér á Íslandi hafa engan aðgang að og ekki ætlast til að þeir viti neitt um slíkt. Þannig að sjúkraliðar hér vita oft ekkert, það gleymist kannski að segja þeim, ég upplifði það, ef að sjúklingur er með lifrabólgu eða aids. Það gleymdist að segja okkur það.“ Flosi segir að í Danmörku hafi verið lögð áhersla á það að starfað væri í teymi. Hann segir að það sé sín upplifun að á Íslandi sé mikil goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Læknar hafi verið efstir, hjúkrunarfræðingar svo og sjúkraliðar á eftir þeim. „Okkur var treyst til að skipta á rúmum en það var ekkert mikið meira en það. Ég var svona fyrsta árið alltaf að bera saman Ísland og Danmörku og svo held ég að ég hafi orðið meira og meira samdauna því hvernig þetta var gert á Íslandi.“ Fékk nóg Flosi lýsir því að það hafi komið að því þegar hann var að vinna á geðdeild hér á landi að starfsmönnum hafi verið skipað að nauðungarmata einstakling. Læknir hafði samþykkt það og hjúkrunarfræðingar stjórnuðu þeirri aðgerð. „Þetta voru svona miðaldaaðferðir.Ég hélt þarna einum handlegg og annar starfsmaður hélt öðrum handlegg og það var líka haldið um höfuð hennar og fætur. Svo var manneskja með skeið að reyna að koma skeiðinni, þessi sjúklingur var lystarstolsjúklingur og ákveðin í því að fá ekki mat í sig, þannig að þetta náttúrulega endaði með því að hún var bara blóðug um munnvikin.“ Flosi segir að þarna þegar hann hafi verið í þessu þá hafi sér fundist eins og hann hafi vaknað. Hann hafi ekki getað haldið áfram störfum. „Eftir þetta ákvað ég bara að ég gæti ekkert verið í þessu lengur. Munurinn var of mikill. Það var of erfitt að fara frá því að vinna í Danmörku og á Íslandi. Ég verð eiginlega bara að vera hreinskilinn.“ Ófaglærðir fá ekki starf á geðdeild í Danmörku Hann segir það ekki breyta því að hann hafi unnið með mörgu frábæru starfsfólki. Flosi hóf sjálfur störf á geðdeild hér á landi ófaglærður en fékk það ekki í Danmörku. Því gerðist hann sjúkraliði. „Breytir því samt ekki að ég vann með mörgu frábæru starfsfólki. Margir af þessu ófaglærðu starfsmönnum vildu mjög vel og yfirleitt var þetta fólk sem hafði áhuga á geðdeildunum líka en skorti nauðsynlegan bakgrunn og það var mikil starfsmannavelta og því miður lenti ég í því að vinna með starfsfólki sem aldrei hefði átt að fá starf hérna á Íslandi. Fólk sem var alls ekki í stakk búið til þess að takast á við þetta.“ Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Ef það var eitthvað inngrip, ef við vorum til dæmis að óla sjúkling sem var hættulegur öðrum eða sjálfum sér, óla hann við rúmið, þá var það ekki gert með hangandi hendi. Það var tekið mjög alvarlega, af því að þetta voru inngrip inn í persónulega frelsi þess einstaklings,“ segir Flosi um tímann sem hann starfaði sem sjúkraliði á geðdeild í Danmörku. Hann hefur reynslu af því að starfa sem ófaglærður á geðdeild hér á landi en einnig sem faglærður í Danmörku og á Íslandi. Flosi hefur jafnframt notendareynslu en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi. Í viðtalinu segir hann frá dæmum sem benda til þess að hér á landi sé ekki verið að gera hlutina nógu vel og þar kemur einnig fram að brotið sé á mannréttindum fólks í geðheilbrigðiskerfinu. Hvetja almenning til að taka þátt Markmið átaks Landssamtaka Geðhjálpar er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður. Í tilkynningu Geðhjálpar segir að á þann hátt gefist fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. „Við hvetjum almenning til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á www.geðheilbrigdi.is og koma þar á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi.“ Sjúklingar beittir ofbeldi á Íslandi Flosi segir að það sé gríðarlegur munur á því hvernig sjúklingar séu meðhöndlaðir á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku. Í Danmörku hafi strangar reglur gilt um slíkt. „Um leið og læknirinn tilkynnti honum að ástandið væri nú bara þannig að við verðum að grípa til þessara neyðarráðstafana en þú átt rétt á að tala við patientfortaler, sem er umboðsmaður sjúklinga og kæra þetta, ef þú ert ósáttur við þetta,“ segir Flosi. „Þetta var allt öðruvísi hér á Íslandi. Þar beittum við alveg ofbeldi og inngripi og það var enginn spurður um neitt. Þetta hafði greinilega alltaf verið gert svona og það var bara talið nauðsynlegt. Sérstaklega man ég eftir því að hafa nauðungarbaðað einstakling bæði í Danmörku og á Íslandi og munurinn var bara eins mikill og hann getur framast orðið.“ Upplifir mikla goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsfólks Flosi lýsir því að í Danmörku hafi hann sem sjúkraliði á geðdeild verið gert að vera tengiliður eins sjúklings. Þannig hafi hann fengið aðgang að sjúkraskrá sjúklingsins. „Ég kynni mér sjúkrasögu hans, fæ að lesa hana, sem sjúkraliðar hér á landi fá alls ekki. Kynni mér hvaða lyfjum hann er á, sem sjúkraliðar hér á Íslandi hafa engan aðgang að og ekki ætlast til að þeir viti neitt um slíkt. Þannig að sjúkraliðar hér vita oft ekkert, það gleymist kannski að segja þeim, ég upplifði það, ef að sjúklingur er með lifrabólgu eða aids. Það gleymdist að segja okkur það.“ Flosi segir að í Danmörku hafi verið lögð áhersla á það að starfað væri í teymi. Hann segir að það sé sín upplifun að á Íslandi sé mikil goggunarröð meðal heilbrigðisstarfsmanna. Læknar hafi verið efstir, hjúkrunarfræðingar svo og sjúkraliðar á eftir þeim. „Okkur var treyst til að skipta á rúmum en það var ekkert mikið meira en það. Ég var svona fyrsta árið alltaf að bera saman Ísland og Danmörku og svo held ég að ég hafi orðið meira og meira samdauna því hvernig þetta var gert á Íslandi.“ Fékk nóg Flosi lýsir því að það hafi komið að því þegar hann var að vinna á geðdeild hér á landi að starfsmönnum hafi verið skipað að nauðungarmata einstakling. Læknir hafði samþykkt það og hjúkrunarfræðingar stjórnuðu þeirri aðgerð. „Þetta voru svona miðaldaaðferðir.Ég hélt þarna einum handlegg og annar starfsmaður hélt öðrum handlegg og það var líka haldið um höfuð hennar og fætur. Svo var manneskja með skeið að reyna að koma skeiðinni, þessi sjúklingur var lystarstolsjúklingur og ákveðin í því að fá ekki mat í sig, þannig að þetta náttúrulega endaði með því að hún var bara blóðug um munnvikin.“ Flosi segir að þarna þegar hann hafi verið í þessu þá hafi sér fundist eins og hann hafi vaknað. Hann hafi ekki getað haldið áfram störfum. „Eftir þetta ákvað ég bara að ég gæti ekkert verið í þessu lengur. Munurinn var of mikill. Það var of erfitt að fara frá því að vinna í Danmörku og á Íslandi. Ég verð eiginlega bara að vera hreinskilinn.“ Ófaglærðir fá ekki starf á geðdeild í Danmörku Hann segir það ekki breyta því að hann hafi unnið með mörgu frábæru starfsfólki. Flosi hóf sjálfur störf á geðdeild hér á landi ófaglærður en fékk það ekki í Danmörku. Því gerðist hann sjúkraliði. „Breytir því samt ekki að ég vann með mörgu frábæru starfsfólki. Margir af þessu ófaglærðu starfsmönnum vildu mjög vel og yfirleitt var þetta fólk sem hafði áhuga á geðdeildunum líka en skorti nauðsynlegan bakgrunn og það var mikil starfsmannavelta og því miður lenti ég í því að vinna með starfsfólki sem aldrei hefði átt að fá starf hérna á Íslandi. Fólk sem var alls ekki í stakk búið til þess að takast á við þetta.“
Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira