Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 15:27 Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. „Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo. Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosalia sungum saman. Ágóðinn mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi. Lagið kemur út í október,“ segir í tilkynningu frá Björk. Hún hefur jafnframt birt stúf úr laginu á Instagram. Rosalia er heimsfræg spænsk söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latíntónlistar undanfarin ár. Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mótmæla gegn sjókvíaeldi á laugardaginn næstkomandi, þann 7. október. Sjö samtök standa að mótmælunum og segja einfaldlega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn. Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert „Ísland hefur stærsta ósnerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt óheft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk. „Þannig að þegar íslenskir og norskir viðskiptamenn fóru að setja upp sjókvíaeldi í meirihlutann af fjörðunum okkar var það rosalegt áfall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan áratug án neins regluverks eða lagaramma.“ Björk segir þetta hafa haft hryllileg áhrif á allt lífríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræðilegar aðstæður, helmingur þeirra sé vanskapaður eða heyrnalaus. „Þeir hafa byrjað að breyta erfðaefni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk. „Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“ Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög. View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo.
Fiskeldi Reykjavík Sjókvíaeldi Björk Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira