Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 21:17 Þeir Sindri Snær, til vinstri, og Ísidór sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Hulda margrét Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Karl Ingi segir að nú muni Landsréttur taka sér tíma til að fara yfir málið og ákveða hvort ákærunni verði vísað í hérað til efnislegrar meðferðar. Hann segir að embættið gefi ekkert upp um það hver næstu skref verða, ákveði Landsréttur að láta frávísunina standa. „Við skulum bara sjá hvað verður.“ Ákærunni var vísað frá á mánudag, 2. október, vegna þess að héraðsdómur taldi annmarka á henni valda því að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru í málinu ásamt Ísidór Nathanssyni, sagði í samtali við Vísi þá að hann teldi líklegt að ákæruvaldið kærði frávísunina. Hins vegar telji hann að mál sé að linni. „Það er búið að rústa lífi þessara drengja. Þetta mál hefði aldrei átt að fara í þennan farveg hefði lögreglan haldið að sér höndum, fylgst með þeim og rannsakað málið betur, og eðlilega. Þá hefði þetta aldrei farið í ákæru.“ Ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Farið var yfir innihald nýju ákærunnar í fréttaskýringunni hér að neðan. Í úrskurði héraðsdóms um frávísun segir að ljóst sé að ekki sé skilgreint hvenær og var hinum ætluðu hryðjuverkum var ætlað að eiga sér stað hér á landi til framtíðar litið. Sömuleiðis hvort þau átti að fullfremja í nálægri eða fjarlægri framtíð og óvíst með staðsetningu. Einnig var óljóst um fjölda. Þá væri látið nægja að taka fram að þau hefðu átt að beinast gegn ótilgreindum hópi fólks.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43