Einmanaleiki eldra fólks á Íslandi minni en annars staðar í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2023 11:22 Um fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana í samanburði við sjö til þrettán prósent á öðrum svæðum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Eldra fólk á Íslandi finnur fyrir minni einmanaleika en annars staðar í Evrópu samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun félagsvísindastofnunar. Þá benda niðurstöður til þess að innflytjendur yfir 67 ára aldri finni fyrir meiri einmanaleika en innfæddir eldri borgarar. Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent. Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Könnunin, sem styrkt var af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, tengist aðgerðaáætluninni Gott að eldast og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Alls svöruðu tæplega fjórtán hundruð einstaklingar, en könnunin var lögð fram á íslensku, pólsku, ensku og spænsku. Niðurstöður hennar gáfu að 67 prósent svarenda töldu sig við frekar eða mjög góða líkamlega heilsu og 85 prósent töldu andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Færri fá aldrei heimsókn Að auki leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þátttakenda væri ekki félagslega einangraður. Níutíu prósent svarenda hitti einhvern utan heimilis að lágmarki vikulega og 75 prósent sögðust heimsækja, eða fá heimsókn frá börnum, ættingjum eða vinum minnst einu sinni í viku. Þá sýndu niðurstöður fram á að hlutfall þeirra sem aldrei fá heimsókn hefur lækkað verulega, en þrjú prósent svarenda sögðust aldrei fá heimsókn frá börnum ættingjum eða vinum, í samanburði við níu prósent árið 1999. Loks sýndu niðurstöður að 41 prósent eldra fólks hér á landi er ekki einmana, en sex prósent segjast talsvert eða gífurlega einmana. Þá kom í ljós að talsvert fleiri innflytjendur finna fyrir einmanaleika en innfæddir. Ellefu prósent þeirra svarenda sem eru innflytjendur sögðust talsvert eða gífurlega einmana samanborið við sex prósent svarenda sem eru innfæddir. Í alþjóðlegum samanburði virðist lítill einmanaleiki miðað við í Evrópu. Niðurstöðurnar sýndu að fimm prósent eldra fólks á Íslandi segist vera oft einmana, en í öðrum Evrópulöndum mælist einmanaleiki eldra fólks sjö til þrettán prósent.
Eldri borgarar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira