Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:04 Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð stúlkunnar trúverðugan og lagði hann til grundvallar, en maðurinn neitaði sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira