Bjarni sá ellefti til að segja af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 13:13 Guðmundur Árni Stefánsson, Björgvin G. Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa öll sagt af sér ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira