Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 22:01 Landsréttur hefur staðfest að lögregla fái heimild til að skoða síma manns sem er grunaður um að eiga þátt í að frelsissvipta og beita mann ofbeldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn. Dómsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Dómsmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira