„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 07:04 Bjarni Benediktsson segist ekki útiloka neitt þegar kemur að framtíðinni. Vísir/Vilhelm „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira